Tækifærin í Vatnsmýrinni

Umhverfi Skipulagsmál

""

Háskólinn í Reykjavík heldur málþing í samstarfi við Reykjavíkurborg um framtíð Vatnsmýrarinnar. Tækifærin sem búa í háskólasamfélaginu á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar verða rædd í samhengi við uppbyggingu í Vatnsmýri. 

 
Málþing um virkjun hugvits og mannlífs verður haldið  miðvikudaginn 27. nóvember 2013 kl. 13:00 -17:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.  Auk erinda og umræðna verður á staðnum kynning á helstu verkefnum sem eru á döfinni í Vatnsmýri; uppbyggingu Háskólagarða HR, Vísindagarða HÍ, Hlíðarenda, Skerjafjarðar, Landspítala og samgöngumiðstöðvar.
 

Dagskrá:

 
13.00  Framtíðarsýn með háskólagörðum Háskólans í Reykjavík
Ari K. Jónsson, rektor HR
 
13:20  Tækifærin í Vatnsmýrinni á svæði Háskóla Íslands
Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ
 
13:40  Tækifærin með byggingu nýs Landspítala
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss
 
14:00  Framtíðarsýn aðalskipulags fyrir Vatnsmýrina og atvinnustefna Reykjavíkurborgar
Dagur B. Eggersson, formaður borgarráðs
 
14.20  Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar
Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt
 
14.30  Umferðamiðstöð og almenningssamgöngur á Vatnsmýrarsvæðinu
Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg
 
14:40 Kaffihlé
 
15:10  Creating Knowledge Locations in Cities
Willem Van Winden, prófessor við Amsterdam University
 
15.40  Að halda þræði – frá stefnu til staðar
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar
 
16.00  Uppspretta tækifæra í þekkingariðnaði
Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins
 
16.20  Pallborðsumræður um tækifærin í Vatnsmýrinni
 
17.00 Málþingi um tækifærin í Vatnsmýrinni slitið
 
Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs:  Gísli Marteinn Baldursson
 
Aðgangseyrir:  kr. 2.600 (kaffiveitingar innifaldar)
 
Skráning á: skraning@hr.is