Tækifæri og samsköpun – Ertu ekki örugglega búin/n að skrá þig

Velferð

""

Stjórn samtaka ISBA, alþjóðleg grasrótarsamtök um skammtímaþjónustu og afþreyingu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur þess heldur alþjóðlega ráðstefnu á Hilton hóteli dagana 9. – 11. október.

Enn eru laus sæti á þessa bráðskemmtilegu ráðstefnu þar sem fjallað er um ólíkar aðferðir í samveru fólks í leik og við störf. 

Ráðstefnan er vettvangur fyrir fagfólk og leikmenn að hittast og skiptast á reynslu og þekkingu í skammtímaþjónustu og afþreyingu sér í lagi hvað varðar stuðning við ættingja og vini.

Fyrirlesarar eru ekki af verri endanum en meðal þeirra sem halda fyrirlestur eru þrír aðalfyrirlesarar erlendis frá en það eru þau Birgitte Bonnerup, sálfræðingur, sem kemur frá Roskilde háskóla í Danmörku en hún hefur gefið út bækur um atvinnu og líðan, þekktust þeirra er Ást og einmanaleiki  í atvinnulífi. Prófessor Roy McConkey kemur frá Ulster háskóla í Bretlandi og síðast en ekki síst ber að nefna hina skosku Sally Magnusson en hún var valin kona ársins 2017 í Skotlandi. Ákvörðunin á bak við valið var vinna hennar með alzheimer sjúklingum þar sem fjölskyldubönd eru treyst í gegnum tónlist. 

Meðal íslenskra fyrirlesara eru sr. Bjarni Karlsson, Dagur Steinn Elfu Ómarsson og Lára Björnsdóttir. 

Eins og áður segir er þetta ráðstefna bæði fyrir fagmenn og leikmenn og alla þá sem hafa áhuga á því að treysta bönd milli fólks.

Skráning á ráðstefnuna

nánar um ráðstefnuna;

http://www.isba.me/keynote-speakers/

http://www.isba.me/programme/