Sýningaopnanir, styrkur úr listasjóði og tilkynnt um listamenn í D-sal 2019

Mannlíf Menning og listir

""

Mikið var um að vera í Listasafni Reykjavíkur í dag. Tvær listasýningar voru opnaðar, styrkur var veittur úr listasjóði og tilkynnt var um hvaða fjórir listamenn sýna í D-sal 2019. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi opnaði sýningarnar fyrir hönd borgarstjóra. 

Opnunarsýning Errós, Svart og hvítt.

Sýning á verkum Errós, Svart og hvítt, var opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Á sýningunni Svart og hvítt gefur að líta um þrjátíu ný og nýleg svarthvít málverk eftir Erró. Verkin, sem flest koma beint frá vinnustofu hans í París, vitna enn og aftur um sköpunarkraft og uppfinningasemi listamannsins. Í þessum verkum blandar hann leikandi saman sögulegum persónum og manga- og teiknimyndasögufígúrum.

Myndefnið er fjölbreytt og óhætt að segja að flestum hugðarefnum listamannsins séu gerð skil. Margir þekkja stórar og litríkar myndir Errós - en færri tengja hann við myndir í svarthvítu. Á löngum ferli hefur hann þó öðru hverju málað myndir, þar af margar mjög stórar, í svarthvítu. Erró er fæddur árið 1932 og er tvímælalaust einn þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Listasafn Reykjavíkur varðveitir fjölda verka eftir listamanninn og eru árlega sýningar á verkum hans í Hafnarhúsi.

María Dalberg er 34. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar 

Við sama tækifæri opnaði sýning á verkum Maríu Dalberg í D-sal Hafnarhússins. María er 34. listamaðurinn til þess að sýna í sýningaröðinni. Markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna í fyrsta sinn að einkasýningu í opinberu listasafni og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. 

María er fædd árið 1983 og útskrifaðist með M.A.-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Verk hennar hafa verið sýnd á fjölda samsýninga og kvikmyndahátíða víða í Evrópu og í Ameríku. Hún hefur unnið með vídeóinnsetningar, hljóð, gjörninga, ljósmyndir, teikningar og textaskrif. Tilraunir með efni og efniskennd í vídeóverkum og öðrum miðlum er stór þáttur í listsköpun hennar.

Fjörir listamenn sýna í D-sal 2019

Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafnsins tilkynnti um hvaða fjórir listamenn hafa verið valdir til að sýna í D-sal á næsta ári, en Listsasafni Reykjavíkur bárust umsóknir frá yfir 130 listamönnum. En það eru Emma Heiðarsdóttir, Gunnar Jónsson, Ragnheiður Káradóttir og Steinunn Önnudóttir sem hafa verið valin t