Sýningalok: Svart og hvítt og ...lífgjafi stórra vona

Menning og listir Mannlíf

""

Sýningunni Svart og hvítt með verkum Errós í Hafnarhúsi lýkur þriðjudaginn 22. apríl og sýningunni ...lífgjafi stórra vona með verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum lýkur sunnudaginn 28. apríl.

Sýningunni Svart og hvítt með verkum Errós í Hafnarhúsi lýkur þriðjudaginn 22. apríl og sýningunni ...lífgjafi stórra vona með verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum lýkur sunnudaginn 28. apríl.

Á sýningunni ...lífgjafi stórra vona má sjá verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur sem spanna allan feril Kjarvals, frá því áður en hann hóf formlegt listnám, verk gerð á námsárunum í Kaupmannahöfn og allt til loka ferilsins. Arfleifð hans lifir í fjölbreyttu lífsverki sem nær yfir fjölda málverka af náttúru landsins, kynjaverum sem þar leynast og fólkinu í landinu.

Á sýningunni Svart og hvítt gefur að líta um þrjátíu ný og nýleg svarthvít málverk eftir Erró. Verkin, sem flest koma beint frá vinnustofu hans í París, vitna enn og aftur um sköpunarkraft og uppfinningasemi listamannsins. Í þessum verkum blandar hann leikandi saman sögulegum persónum og manga- og teiknimyndasögufígúrum.