Sundlaugar opnar um sinn - english below

Covid-19 Mannlíf

""

Sundlaugar í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu verða opnar í samkomubanni. Gufu- og eimböðum verður lokað og stöku pottur í nokkrum sundlaugum verður lokaður ásamt rennibrautum.  

English below.

Farið verður að tilmælum almannavarna um fjöldatakmarkanir en fækka þarf skápum sem eru í notkun vegna fjarlægðarreglna. Þá verður takmörkuð nýtingin á hankdlæðarekkum og sömuleiðis nýting á sturtum.

Búast má við fjölgun heimsókna frá börnum vegna skerðingar á skóla og frístundastarfi. Sundæfingar verði ekki leyfðar til 23. mars samanber tilmæli ÍSÍ. Sundleikfimi eldri borgara verður felld niður.

Aukin þrif verða í sundlaugunum, starfsfólk lauganna mun spritta og þrífa snertifleti reglulega, bekki, borð, skápa, lykla, sápuskammtara, salerni og þess háttar. Þá verða gestir beðnir um að passa upp á fjarlægðartilmæli sóttvarnarlæknis um tveggja metra bil sín á milli  í búningsklefum, sturtum og pottum.

Ákvarðanir varðandi opnun sundlauganna verða endurskoðaðar eftir því sem fram líður og metið hvernig til hefur tekist út frá sóttvarnarsjónarmiðum.  

Skíðalyftur í hverfum

Lyfturnar verða opnar þegar veður og skíðafæri leyfir. Fólk verður minnt á að reyna að hafa bil á milli sín í röðum og jafnvel sett einhver takmörk á fjölda.

Skíðasvæði

Skíðasvæðin verða opin þegar veður og skíðafæri leyfir.

Skíðaleiga og veitingasala verður lokuð en boðið upp á nestisaðstöðu og snyrtingar. Ekki verður opið fyrir skólahópa. Gestir verða minntir á og hvattir til að hafa bil á milli sín í röðum og lyftum og gæta almennrar skynsemi hvað varðar sóttvarnir á svæðunum.

Ylströndin

Ylströndin verður lokuð. Þar er aðeins einn pottur og þröngir búningsklefar og því ekki hægt að tryggja tveggja metra reglu sóttvarnalæknis.

Skautahöllin Laugardal

Ekki verður opið fyrir almenning en reynt verður að skipuleggja æfingar í samræmi við leiðbeiningar.

Fjölskyldu- og húsdýragarður

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður opinn en gestir verða minntir á að reyna að hafa bil á milli sín og jafnvel sett einhver takmörk á fjölda á ákveðnum svæðum. Lokað  verður í veitingasölu en boðið upp á nestisaðstöðu og snyrtingar. 

_______

English version:

Swimmingpools remain open under restrictions

Swimmingpools in Reykjavik and the greater Reykjavik area will remain open according to schedule for the time being despite declaration of state of emergency. Steam baths and saunas will however be closed, as well as some hot tubs and jacuzzis. The swimming pool slides will be closed as well.

However, the rules and recommendations of the Icelandic Civil Defence regarding restrictions of numbers of guests attending will be followed closely, which means that fewer lockers will be used to meet directions on necessary distance between guests in the locker-rooms. The same rules adhere to distance between people inside the showers, around the towel racks, and distance inside of the pools.

More frequent visits of children are expected in the pools during this time as the compulsory schools and preschools will have limited opening hours. Swimming-lessons will not be allowed until March 23rd according to rules issued by The National Olympic and Sports Association of Iceland.

There will be increased cleaning and hygiene routine carried out in the swimming pools; the pool staff will disinfect and clean all surfaces regularly - benches, tables, cupboards, keys, soap dispensers, toilets and the like. Then guests will be asked to respect the recommendation of the Director of Communicable Diseases in regards to safe distance, which is approximately two meters apart in dressing rooms, showers and tubs. Swimming exercise for seniors are not allowed for the time being.

Decisions regarding the opening of the swimming pools will be reviewed on a regular basis and evaluated on the basis of mitigation considerations.

Ski areas in neighbourhoods

The ski lifts will be open when the weather permits. People are reminded to try to keep safe distance between them in as they wait in lines and in the slopes.

The ski areas of Bláfjöll and Skálafell 

The ski areas will be open when weather and skiing conditions permit.

Ski rentals and restaurants will be closed but will offer packed lunches and toiletries. School groups will not be allowed in accordance with the rules, directions and recommendations of the Icelandic Civil Defence. Guests are reminded and encouraged to keep their distance while waiting in lines and in the ski slopes, and asked to use their common sense regarding prevention measures within the ski resorts.

Geothermal Beach at Nauthólsvík

The geothermal beach will be closed.

Laugardalur Ice Rink

Will remain closed to the public, but attempts will be made to organize training sessions in accordance with instructions and directions from the Civil Defence.

Family garden and zoo

The Family Garden and Zoo in Laugardalur will be open but guests will be reminded and encouraged to keep their spaces apart during visits and in some areas of the Zoo there will be number restictions in accordance to the rules and regulations of disease preventions. The restaurant will be closed, but restrooms will remain open. There will be an accommodation for people to bring their own snacks.