Sundlauganótt - Sundlaugapartý, Fatasund og Aqua Zumba

Menning og listir Mannlíf

Hljómsveit leikur fyrir gesti á bakka Grafarvogslaugar á Sudlauganótt.

Sundlauganótt verður haldin á morgun sunnudaginn 9. febrúar. Öll sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu taka þátt og verða alls tólf sundlaugar opnar frá kl. 17:00-22:00 og er aðgangur ókeypis.

Boðið verður upp á afar fjölbreytta dagskrá og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að slaka á og njóta stundarinnar.

Laugardalslaug: Það verður sundlaugarpartý í Laugardalslaug! VEITUR bjóða til viðburðar þar sem ljós, myrkur, tónlist og gleði verða allsráðandi á Vetrarhátíð 2020. DJ Margeir mun sjá um að halda uppi stuðinu frá kl. 17:15 til 20:15 Heita vatnið er sameign okkar allra og er lífsgæði sem við eigum að fara vel með og njóta.

Árbæjarlaug: Lögð verður áhersla á styrkjandi og slakandi tíma sem endurnærir líkama og sál. Unnið verður með aðlagaðar jógaæfingar í vatni, flæðisæfingar, öndun, stöður, hugleiðslu og tónheilun.

Breiðholtslaug: Lágstemmd og ljúf stemning, kveikt á kyndlum við potta, um tónlistina sjá DJ DM og AG. Skemmtilegur og nærandi vatnaviðburður með Brynjólfi frá 17.00-18.00 (vatnsleikfimi og skriðsundkennsla) og Unni frá 19.00-21.00 (vatnadans og flot). Krap fyrir börnin kl.18-19 (eða meðan birgðir endast).

Grafarvogslaug: skemmtileg og notaleg stemning í lauginni á Sundlauganótt. Wipeout braut í barnalauginni, litað ljós í stóru lauginni og kyndlar á útisvæði.

Vesturbæjarlaug:Draumkennd sundupplifun þar sem kyndlar verða við potta og litrík dempuð lýsing á laugarsvæði. Hljómsveitin Supersport spila fyrir laugargesti klukkan 18.00 til 19.00. Sebastien Nouat mun flytja hugljúfa ambient tónlist sína fyrir gesti laugarinnar klukkan 20:00-22:00.

Sundhöll Reykjavíkur: Samflot undir leiðsögn Ellý Ármanns flotþerapista. Flotmeðferð er heilandi ferðalag í þyngdarleysi vatnsins sem losar út áhrif streitu og nærir líkama og sál. Flotbúnaður á staðnum frír fyrir þátttakendur (20 lánshettur í boði Sundhallarinnar). Kósýheit og kyndlar á útisvæði

Klébergslaug: Nýjung! Fatasund fyrir unga og gamla, mæta með hrein föt og fara í laugina í fötunum! Vatnaboltar fyrir börnin verða frá 18-20. Boðið verður uppá smá hressingu eftir sund(kakó og kleinur).

Sundlaug Seltjarnarness:. Boðið verður upp á dúndrandi stuð í vatnazumba. Vatnaboltar bjóða upp á algjörlega einstakt tækifæri til að veltast um sundlaugina og ljósastemning og kyndlar á sundlaugasvæðinu skapa skemmtilega stemningu. Frístundamiðstöðin Selið sér um truflaða DJ tónlist allt kvöldið. Opið frá kl. 18:00 – 21:00

Ásvallalaug í Hafnarfirði mótstöðu þrautabraut í barnalauginni fyrir yngstu börnin Kl. 18 - 18:30 Úlfur og Grís frá leikhópnum Lottu bregða á leik með söngvasyrpu Kl. 19 Sundpóló, sundtækni og sjoppa Sundfélags Hafnarfjarðar verður opin Kl. 20 Skoðunarferðir bakvið tjöldin í tæknirými Ásvallalaugar Kl. 21 - 22 HAF Yoga - gongslökun og jóga í vatni Nemendur leikskólans Bjarkalundar skreyta anddyri Ásvallalaugar með list sinni.

Lágafellslaug í Mosfellsbæ: Blaðrarinn, Krakka Zumba, Leikhópurinn Lotta og Wipeout braut fyrir eldri krakka. DJ Baldur heldur uppi stuðinu allt kvöldið.

Sundlaug Kópavogs  Aqua Zumba dansað í sundlaug þar sem vatnið eykur mótstöðu við hreyfingarnar. Hressandi tónlist og leyfilegt að skvetta og sulla að vild. Aqua Joga þar sem gerða eru jógaæfingar í vatni og hljóð til slökunar. Flot í lokin. Svavar Knútur flytur nokkur lög.

Álftaneslaug í Garðabæ: Dótasund í innilauginni, öldudiskó í öldulauginni, hljómsveitin Hippsumhaps flytur nokkur lög, Aqua Zumba og flot. Tónlist og notaleg lýsing í sundlauginni.