Sumarsmiðjur kennara 2018 | Reykjavíkurborg

Sumarsmiðjur kennara 2018

fimmtudagur, 31. maí 2018

Rúmlega þrjátíu námskeið eru í boði fyrir grunnskólakennara í sumarsmiðjum 2018.

  • Kennari með nemendum sínum
    Kennari með nemendum sínum

Sumarsmiðjur 2018 verða haldnar dagana 9. - 10. ágúst næstkomandi í Langholtsskóla, en nokkur námskeiðanna eru annarsstaðar. Námskeiðsgjald er mismunandi eftir námskeiðum og er tekið fram við hvert og eitt þeirra. Skráning í sumarsmiðjur er til og með 15. júní.

Skráning á námskeiðin

1. Málstofa: Lesið út í geim og aftur heim

Markhópur: Kennarar á yngsta- og miðstigi

Markmið málstofunnar: Að efla hæfni kennara í fjölbreyttum aðferðum lestrarkennslu

Inntak námskeiðsins: Í málstofunni verða sýnd í máli og myndum fjölbreytt lestarhvetjandi verkefni sem kennara geta auðveldlega nýtt í skólastarfi. Sýndar verða myndir og sagt frá hvernig hægt er að nýta atburði líðandi stundar og þema í námsefni til lestarhvatningar meðal nemenda. Sýnt verðu hvar og hvernig hægt er að nálgast áhugaverðar hugmyndir sem eru jafnframt einfaldar í framkvæmd. Einnig verður verkefnið Herramannalestur og ritun kynnt. Heiða Rúnarsdóttir kynnir lestarhvatningar- og ritunarverkefni fyrir nemendur í 2. og 3. bekk sem tengjast sögum Roger Hargreaves um Herramennina.

Lengd: 2 klst.

Staður og tími:  Langholtsskóli, 10. ágúst kl. 13 – 15.

Umsjónarmenn málstofunnar: Heiða Rúnarsdóttir, kennari og bókasafnsfræðingur og Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafnsfræðingur.

Þátttökugjald: kr. 3.000

2. Lestur allan ársins hring

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Að þátttakendur kynnist hugmyndum að leiðum til að efla lestur á fjölbreyttan hátt

Inntak: Kynnt verður árlegt lestarátak, hraðlestarnámskeið, lestrarviðtöl og sögugreiningar í unglingadeild og fleira sem gera má til að halda nemendum sem mest og best lesandi.

Lengd: 2 klst.

Staður og tími: Borgartún 12, 7. hæð í fundarsalnum Kerhólum.  17. sept. kl. 14:30 – 16.

Kennarar: Inga Lára Birgisdóttir, bókasafnsfræðingur og kennari

Arnþrúður Einarsdóttir, bókasafnsfræðingur og kennari

Þátttökugjald: Kr. 3.000

3. Hagnýtar leiðir til að takast á við krefjandi samskipti

Markhópur: Allir kennarar og námsráðgjafar

Markmið: Að efla eigin færni í krefjandi samskiptum. Samskipti eru stór hluti af daglegu starfi og lífi. Það er mikilvægt að samskipti  séu gefandi og lausnamiðuð og skapi ekki spennu eða taki frá okkur orku. Á námskeiðinu greina þátttakendur eigin viðhorf og leiðir  til að takast á við krefjandi samskipti auk þess að  skilgreina styrkleika sína og áskoranir í slíkum aðstæðum. Farið er yfir hagnýt ráð varðandi  orðanotkun, framkomu, viðhorf, hlustun og leiðir til að takast á árangursríkan hátt á  við krefjandi einstaklinga og samskipti.

Inntak:  Unnið verður með þætti eins og:

· Greiningu á hvernig framkoma reynist þátttakendum erfið

· Hvernig þátttakendum er tamt að bregðast við ágengri framkomu

· Styrkleika þátttakenda í ólíkum aðstæðum

· Mikilvægi þess að leiða hugann að ástæðum fyrir vandanum

· Ýmsar leiðir til að halda jafnvægi og vera lausnarmiðaður í erfiðum aðstæðum

· Leiðir til að vernda sjálfan sig gegn ágengum einstaklingum og taka ekki ásakanir persónulega

Lengd: 4 stundir

Staður og stund: Langholtsskóli, 9. ágúst kl. 12 – 16.

Kennari: Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA náms- og starfsráðgjöf og MBA, eigandi SHJ ráðgjöf

Þátttökugjald: kr. 3000

4. Hvernig er hægt að efla skapandi hugsun nemanda í stærðfræði?

Markhópur: Námskeiðið er einkum ætlað miðstigskennurum en  unglingastigs- og yngri barna kennarar einnig velkomnir.

Markmið: Að efla kennara sem stærðfræðikennara í takt við aðalnámskrá.

Inntak: Fjölbreyttar lausnaleiðir nemenda skoðaðar. Gefin dæmi um kennsluhætti sem henta til þess að ná þeim fram. Hæfni- og matsviðmið í ákveðnum verkefnum skoðuð. Umræður.

Tímalengd: 3 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli,  10. ágúst kl. 8:30 – 11:30

Kennari: Kristjana Skúladóttir

Þátttökugjald: kr. 3.000

5. Strákar og jafnrétti

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Að skoða sérstaklega stöðu drengja og staðalmyndir þeirra.

Inntak: Staðalmyndir og kynjuð félagsmótun getur haft mikil áhrif á hegðun og samskipti barna og unglinga. Á þessu námskeiði verður staða drengja skoðuð sérstaklega. Því er velt upp hvort staðalmyndir geti verið hamlandi og haft neikvæð áhrif á ánægju í skólanum, hegðun og námsárangur stráka. Rýnt verður m.a. í félagsþrýsting, gagnkynhneigðarhyggju, tilfinningar, ofbeldismenningu og klámnotkun. Rætt verður um nýlegar rannsóknir, innlendar og erlendar og leitað leiða til að bregðast við skólaleiða, pressu og slökum námsárangri. 

Lengd: 3 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli 10. ágúst kl. 13 – 16

Þátttökugjald: kr. 3.000

Kennarar: Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Pétur Hjörvarsson

Þátttökugjald kr. 3000

6. Hvað býr undir ísjakanum? Að búa og starfa í fjölmenningarlegu samfélagi

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Að skoða leiðir til að vinna í fjölmenningarlegu samfélagi

Inntak: Hvað þýðir að búa í fjölmenningarlegu samfélagi á Íslandi? Þátttakendur skoða eigin viðhorf og gildi, hvaða áskoranir stöndum við frammi fyrir í skólasamfélaginu og hvernig getum við byggt upp fjölmenningarlegt umhverfi í okkar starfi?

Lengd: 3 klst

Staður og tími: Langholtsskóli, 10. ágúst kl. 9:30  - 12:30

Kennari:  Dagbjört Ásbjörnsdóttir, verkefnastjóri í fjölmenningu á skrifstofu Skóla- og frístundasviðs.

Þátttökugjald: kr. 3.000

7.  Eflum orðaforða í list- og verkgreina

Markhópur: Námskeiðið ætlað kennurum list- og verkgreina

Markmið: Að benda list- og verkgreinakennurum á leiðir til að styðja og auka orðaforða nemenda sinna. 

Inntak: Á námskeiðinu verður lögð áhersla á lykilaðferðir til að efla orða- og hugtakaforða nemenda og hvernig list- og verkgreinakennarar geta nýtt sér þær í námi og kennslu. 

Lengd: 12 stundir

Staður og tími: Langholtsskóli 9. og 10. ágúst, 9:00-12:00 og 13:00 til 15:00 báða dagana samals 10 stundir

Hópurinn hittist síðan í lok september í 2 stundir (auglýst síðar)

Kennari: Guðmundur Engilbertsson, húsasmiður, myndmenntakennari (B.Ed.) og lektor á sviði læsis við kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Þátttökugjald: kr. 4.500

8. Að takast á við umdeild málefni og skoðanir í skólastofunni

Markópur: Allir grunnskólakennarar

Markmið: Að þekkja til hvaða málefni geta verið umdeild eða viðkvæm og mikilvægi þess að geta rætt þau við nemendur.

Gera sér grein fyrir hvernig eigin skoðanir, reynsla og gildi geta haft áhrif á hvernig við tölum um umdeild og viðkvæm málefni

Hvernig við sköpum öruggt umhverfi fyrir slíkar umræður

Efla sjálfstraust kennara til að takast á við umdeild málefni og skoðanir

Inntak: Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða umdeildu málefni og skoðanir geta komið upp í skólastarfi og hvernig kennarar geta brugðist við þeim. Þátttakendur fá þjálfun í að takast á við slíkar umræður. Meðal umdeildra og viðkvæmra málefna má nefna kynþáttahatur, hryðjuverk, samskipti kynja, kynvitund og hlutverk foreldra í uppeldi barna sinna.

Dæmi um setningar sem upp geta komið í kennslustofunni:

,,hvað er svona slæmt við að vera rasisti? mamma segist vera það”

,,þú heldur upp á stelpurnar í bekknum”

,,ertu hommi, þú hlýtur að vera það því þú ert alltaf að tala um það”

,,ég hata útlendinga, það er alltof mikið af þeim og þeir taka vinnuna af okkur”

,,hefurðu engar skoðanir, þú tekur aldrei afstöðu þegar við erum að tala saman”

Er of áhættusamt að ræða við nemendur um málefni sem snerta t.d. öfgaskoðanir, kynbundið ofbeldi, ofbeldi gegn börnum eða kynvitund?

Þurfa nemendur að reiða sig á upplýsingar frá jafnöldrum og samfélagsmiðlum?

Ef skólinn veitir nemendum enga aðstoð eða leiðbeinir þeim getur þá skort áreiðanlegar leiðir til að takast á við viðkvæm álitamál.

Staður og tími: Langholtsskóli  9. ágúst kl. 13 - 16

Lengd: 3 klst.

Kennarar: Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jón Páll Haraldsson og Linda Heiðarsdóttir

Þátttökugjald: kr. 3.000

9.Kynferðisleg áreitni og klámvæðing

Markhópur: Allir kennarar og námsráðgjafar

Markmið: Að allir kennarar og námsráðgjafar þekki einkenni kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og viti hvernig hægt er að ávarpa það við nemendur og hvernig er hægt að bregðast við.

Inntak: Í kjölfar #metoo hefur krafan um aðgerðir sem sporna gegn kynferðislegri áreitni aukist. Innan skólakerfisins er mikilvægt að starfsfólk þekki einkenni kynferðislegrar áreitni og ofbeldi og viti hvernig hægt er að ávarpa það við nemendur og hvernig er hægt að bregðast við. Klámvæðing hefur mikil áhrif á samskipti kynjanna og margt bendir til þess að klámvæðingin auki m.a. líkurnar á kynferðislegri áreitni. Á námskeiðinu verður farið yfir viðbrögð við kynferðislegri áreitni og ofbeldi auk þess sem rýnt verður í klámvæðinguna, hvað er hún og hvernig birtist hún? Skoðaðar verða leiðir til að vinna gegn klámvæðingu og kynferðislegri áreitni og námsefni sem tengist viðfangsefninu verður kynnt.

Lengd: 3 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli 9. ágúst kl. 8:30 – 11:30

Kennari: Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á Skóla- og frístundasviði

Þátttökugjald: kr. 3.000

10. Virkjum hópinn

Árangursríkar og lýðræðislegar aðferðir sem ýta undir jákvæðan bekkjarbrag

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Markmið vinnustofunnar er að fara í gegnum lýðræðislegar kennslu- og námsaðferðir sem allar miða að því að byggja upp jákvæðan bekkjarbrag. Aðferðin nýtist í öllum námsgreinum.

Inntak:Í vinnustofunni verður leitast við því að leiða þátttakendur í gegnum aðferðir og tækni sem styðja jákvæða og uppbyggilega bekkjarmenningu. Aðferðirnar sem unnið verður með vinna gegn hinu dæmigerða valdaójafnvægi í nemendahópum. Í því sambandi verður unnið út frá fjórum meginreglum lýðræðislegra kennsluhátta sem hverfast allar um jákvætt sjálfstæði nemenda, einstaklingsábyrgð þeirra, samhliða virkni og jafnt aðgengi og jafna þátttöku nemenda. Aðferðirnar koma til með að nýtast kennurum með beinum hætti í eigin kennslu.

Lengd: 6 stundir.

Staður og tími: Langholtsskóli 9. og 10. kl. 8:30 – 11:30, báða dagana.

Kennari: Guðrún Ragnarsdóttir, verkefnastjóri starfsþróunar og aðjunkt Menntavísindasviði.

Guðrún hefur haldið námskeið um þetta efni fyrir kennara viða um Evrópu.

Þátttökugjald:  kr. 4.500

11.Geðheilsa unga fólksins

Markhópur: Einkum kennarar og námsráðgjafar sem starfa með unglingum, en aðrir áhugasamir kennarar einnig velkomnir.

Markmið: Að auka þekkingu þátttakenda á geðheilsu, einkennum helstu geðraskana og úrræði, þannig að þeir upplifi meira öryggi gagnvart því að nálgast umræðu tengda geðheilbrigði.

Inntak: Fyrirlestur og umræður um geðheilbrigðismál;  kvíða, þunglyndi, geðhvörf, átraskanir, sjálfímynd og fíkn og úrræði. Jafnframt verður farið stuttlega yfir starf Hugrúnar geðfræðslufélags.

Lengd: 3 stundir

Staður og tími: Langholtsskóli 9. ágúst kl.  13-16.

Kennarar: Jóhanna Andrésdóttir, aðstoðarlæknir og fyrrum fræðslustjóri Hugrúnar og Kristín Hulda Gísladóttir, sálfræðinemi og formaður Hugrúnar.

Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Síðan þá hafa fjölmargir aðilar komið að starfi félagsins úr ýmsum greinum háskólans og víðar. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund.

Þátttökugjald: kr. 3.000

12.Má bara ekkert segja eða gera lengur?

Hvað er þetta #metoo?  Og hvað er öráreitni?

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Að auka meðvitund um ólíka stöðu fólks, jafnréttismál og stuðla að bættum samskiptum.

Inntak: Á námskeiðinu verður farið yfir staðalmyndir, fordóma og stöðu mismunandi hópa í samfélaginu, þá sérstaklega í tengslum við starfsstaði Reykjavíkurborgar.

Lengd: 2

Staður og tími: Langholtsskóli,  10. ágúst kl. 10 - 12

Kennari: Joanna Marcinkowska

Sérfræðingur í málefnum innflytjenda hjá Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar

Þátttökugjald: Kr. 3.000

13.Hugskot: skamm-, fram- og víðsýni

Markhópur: Allir kennarar sem vilja efla sig til að skapa betra samfélag.
Markmið: Markmið námskeiðsins er að efla gagnrýna hugsun og hvers konar færni til að greina og meta áreiti og áróður í samfélaginu.

Inntak: Á námskeiðinu er m.a. greint frá samhenginu á milli flokkana, staðalímynda og fordóma. Þá er fjallað um jafnréttismál, friðarmenningu, borgaravitund og gagnrýna hugsun. Fjölmörg nýleg dæmi verða nefnd til sögunnar og rými gefið fyrir umræðu.

Byggt er á efni bókarinnar Hugskot, skamm-, fram- og víðsýni http://www.idnu.is/vara/hugskot-skamm-fram-og-vidsyni/  eftir Gunnar Hersvein og Friðbjörgu Ingimarsdóttur sem hefur hlotið lofsamlega dóma og vitnisburði í kennslu.

Kennarar: Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur, Friðbjörg Ingimarsdóttir MA i mennta- og menningarstjórnun og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla.

Staðsetning: Langholtsskóli,  10. ágúst kl. 9-12.

Þátttökugjald: kr. 3.000

14. Listin að leika og læra -  Hugrækt og yoga með grunnskólabörnum A

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Að þátttakendur verði vel búnir hugmyndum um hvernig hægt er að nýta hugræktina sem stuðning við nám og til að efla velllíðan nemenda og án efa mun þetta einnig nýtast kennurum í þeirra persónulega lífi og styrkja þá í sínu starfi.

Inntak: Unnið verður með hugrækt en hún felur í sér fjölbreyttar æfingar þar sem unnið er að því að efla einbeitingu og skerpa athygli. Hugrækt er margskonar og munum við einbeita okkur hvað mest að því að fræðast um núvitund (e. mindfulness) og sjálfs- vinsemd (e. self- compassion) en einnig nýta leiki sem þjálfa núvitundarhæfni.  Lögð verður áhersla á að leik með núvitundina sem stuðlar að aukinni einbeitingu, gleði og kátínu sem eflir innri frið og ró þ.m. hefur bætandi áhrif á námsárangur.

Einnig er unnið með joga en það getur verið einstaklega áhrifaríkt að grípa í léttar jógaæfingar, öndunaræfingar og teygjur í amstri dagsins til að skerpa athygli og einbeitingu nemenda.

Annað: Jóga miðlar að þroskun líkama, hugar og sálar. Það styrkir og liðkar líkamann, er róandi, eykur einbeitingu, styrkir jafnvægi og líkamsstöðu, eykur hugmyndaflug, bætir meltingu og eflir næmni og samkennd. Allir gera gert jóga. Hugrækt/Núvitund Þess má geta að samkvæmt rannsóknum vinnur núvitund gegn kvíða og þunglyndi og er því öflug forvörn og hentar vel þeim skólum sem er að innleiða þátt líðan/hugræktar í heilsueflingu sinna skóla

Lengd: 3 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli, 10. ágúst kl. 8:30 – 11:30

Kennarar: Aðalheiður Jensen: Leikskólakennari, jógakennari (sérhæfð í krakkajóga) og með diplómu í jákvæðri sálfræði.

Elísabet Gísladóttir: Lýðheilsufræðingur, djákni, með diplómu föltlunarfræðum og sálgæslu og með kennsluréttindi í framhaldsskólum.

Erla Súsanna Þórisdóttir: Grunnskólakennari, jógakennari (sérhæfð í krakkajóga)

Þátttökugjald: kr. 3.000

15. Listin að leika og læra -  Hugrækt og yoga með grunnskólabörnum B

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Að þátttakendur verði vel búnir hugmyndum um hvernig hægt er að nýta hugræktina sem stuðning við nám og til að efla velllíðan nemenda og án efa mun þetta einnig nýtast kennurum í þeirra persónulega lífi og styrkja þá í sínu starfi.

Inntak: Unnið verður með hugrækt en hún felur í sér fjölbreyttar æfingar þar sem unnið er að því að efla einbeitingu og skerpa athygli. Hugrækt er margskonar og munum við einbeita okkur hvað mest að því að fræðast um núvitund (e. mindfulness) og sjálfs- vinsemd (e. self- compassion) en einnig nýta leiki sem þjálfa núvitundarhæfni.  Lögð verður áhersla á að leik með núvitundina sem stuðlar að aukinni einbeitingu, gleði og kátínu sem eflir innri frið og ró þ.m. hefur bætandi áhrif á námsárangur.

Einnig er unnið með joga en það getur verið einstaklega áhrifaríkt að grípa í léttar jógaæfingar, öndunaræfingar og teygjur í amstri dagsins til að skerpa athygli og einbeitingu nemenda.

Annað: Jóga miðlar að þroskun líkama, hugar og sálar. Það styrkir og liðkar líkamann, er róandi, eykur einbeitingu, styrkir jafnvægi og líkamsstöðu, eykur hugmyndaflug, bætir meltingu og eflir næmni og samkennd. Allir gera gert jóga. Hugrækt/Núvitund Þess má geta að samkvæmt rannsóknum vinnur núvitund gegn kvíða og þunglyndi og er því öflug forvörn og hentar vel þeim skólum sem er að innleiða þátt líðan/hugræktar í heilsueflingu sinna skóla

Lengd: 3 klst.

Staður og tími:

Langholtsskóli, 10. ágúst kl. 13 – 16.

Kennarar: Aðalheiður Jensen: Leikskólakennari, jógakennari (sérhæfð í krakkajóga) og með diplómu í jákvæðri sálfræði.

Elísabet Gísladóttir: Lýðheilsufræðingur, djákni, með diplómu fötlunarfræðum og sálgæslu og með kennsluréttindi í framhaldsskólum.

Erla Súsanna Þórisdóttir: Grunnskólakennari, jógakennari (sérhæfð í krakkajóga)

Þátttökugjald: kr. 3.000

16.  Leikur að læra með LEGO.

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Á þessu námskeiði fá þátttakendur tækifæri á að prófa að setja saman legóþjarka og forrita hann. Einnig verður farið yfir kennslufyrirkomulag og  leiðsagnavefur um legóþjarka og vélræna högun kynntur

Inntak: Verkefnavinna með LEGO er gefandi og frábær leið til að vekja áhuga og efla þekkingu nemenda okkar m.a. í vísindum, forritun og tækni. Legókubbar bjóða upp á gagnlega og skemmtilega viðbót í kennslu. Þeir veita okkur kærkomið og einstakt tækifæri til að sinna sköpunar- og tækniþáttum á frumlegan og lærdómsríkan hátt með því að sameina hug og hönd.. Legósettin sem verða notuð eru fyrir nemendur á yngra stigi (WeDo 2) og mið- og unglingastigi (Ev3).

Lengd: 8 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli, 9. ágúst kl. 8:30 – 12 og 13 - 16

Kennarar:  Jórunn Pálsdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson

Þátttökugjald: kr. 4.500

17.  iPad grunnur

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Að þátttakendur auki færni sína í að nýta iPadinn og ýmis öpp

Inntak: Í þessu námskeiði verður farið vandlega yfir stýrikerfi iPadsins og ýmis öpp sem tilheyra því. Við skoðum hvernig hægt er að deila skjölum, vinna í fleiri öppum en einu og nota iPaddin sem upptökutæki fyrir fjölbreyttar upptökur. Að lokum verður ritvinnsluappið Pages tekið til kostanna. Þó námskeiðið heiti iPad grunnur ætti það að geta gagnast byrjendum jafnt sem lengra komnum. Námskeiðið byggir á yfirferð kennara yfir efnið en þátttakendur fá einnig tækifæri til að spreyta sig á stuttum verkefnum

Lengd: 3 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli 9. ágúst kl. 9-12

Kennari: Björgvin Ívar Guðbrandsson

Þátttökugjald kr. 3.000

18.  Að kenna með iPad

Markhópur: Allir kennar

Markmið: Að þátttakendur kynnist möguleikum iPatsins til að búa til efni og halda utan um kennslu og vinnu nemenda.

Inntak: Við ætlum að skoða þá fjölbreyttu möguleika sem Keynote glærugerðarappið gefur okkur og hvernig má nota það með öðrum öppum s.s. Explain Everything, Screen Recording og öppum sem sem notuð eru fyrir handskrift og teikningar. Einnig skoðum við appið Apple Classroom og ef tími vinnst til fleiri umsýslukerfi sem nýtast í kennslu með iPad. Námskeiðið byggir að mestu á verkefnavinnu þátttakenda.

Lengd: 3 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli 9. ágúst kl. 13 – 16.

Kennari: Björgvin Ívar Guðbrandsson

Þátttökugjald kr. 3.000

19.  iPad og fjölbreytt miðlun

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Að kynnast iPaddinum sem margmiðlunartæki

Inntak: Við ætlum að skoða hluti eins og kvikmyndatöku, ljósmyndun, hljóðupptökur, Green Screen og StopMotion og það að fullvinna, ganga frá og miðla verkefnum sem byggja á þessum þáttum. Námskeiðið byggir að mestu á verkefnavinnu þátttakenda.

Lengd: 3 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli F.h. 10. ágúst kl. 8:30-11:30

Kennari: Björgvin Ívar Guðbrandsson

Þátttökugjald kr. 3.000

20.  Microsoft Teams og Office 365 í skólastarfi

Markhópur: Allir kennarar

Markmið og inntak: Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

· Kynnist Teams og möguleikum þess fyrir:

Teymisvinnu og samstarf kennara

Samvinnu með nemendum

Umsýslu með verkefnum nemenda (sbr. Moodle og Google Classroom)

· Kynnist Onenote fyrir:

Skipulag

Utanumhald

· Læri að gera kannanir og próf í Forms

· Kynnist Sway og notkunarmöguleikum þess fyrir:

Fréttabréf til foreldra

Verkefni nemenda

Lengd: 3 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli, 10. ágúst kl. 8:30 – 11:30

Kennari: Hjálmur Dór Hjálmsson

Þátttökugjald: kr.3000

21.  Osmo og Sphero í skólastarfi

Markhópur: Allir kennarar

Markmið: Þátttakendur kynnast því hvernig nýta má tækin á fjölbreyttan hátt á öllum skólastigum.

Lengd: 3 klst

Staður og tími: Langholtsskóli, 9. ágúst kl. 13 – 16

Kennarar:  Anna María Þorkelsdóttir og Rósa Harðardóttir

Þátttökugjald kr. 3.000

22. Google lausnir í skólastarfi

Markhópur: Allir kennarar
Markmið: Markmið námskeiðsins er að kynna möguleika skýjalausna til námsumsjónar, tengja við samvinnunámsmöguleika og beina athyglinni að notkun Google lausna fyrir skólastarf (G Suite for Education).
Inntak: Fjallað verður um eftirfarandi þætti:

· Skýjalausnir, samvinnunám og námsumsjón á neti

· Skólaþróunarverkefni með Google lausnum

· Helstu verkfæri í skólalausn G Suite: skráarsvæðið (Google Drive), skjöl, töflureiknar,  skyggnur, eyðublöð og ýmsar viðbætur.

· Skólastofan: Google Classroom

Lengd: 3,5 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli, 9. ágúst kl. 12:30 – 16:00

Kennari: Páll Ásgeir Torfason

Þátttökugjald kr. 3.000

23.  Samstarfsmöguleikar Workplace* fyrir kennara  - A

Markhópur:  Allir kennarar sem vilja læra skilvirka leið til samstarfs og samskipta.

Markmið:  Að kennarar læri að nýta sér Workplace til samstarfs og samskipta innan og utan skóla.

Inntak:  Farið verður yfir hvernig hægt er að stofna hópa og viðburði, deila efni á Workplace og þróa hugmyndir, hvernig margir geta unnið í sama skjalinu, símtöl, myndsímtöl og beinar útsendingar.  Farið verður yfir ýmsar stillingar s.s. fyrir hópa og hvaða möguleikar eru varðandi tölvupóstsendinga úr Workplace.  Þá verður farið verður yfir notkun Workplace í snallsíma.

Lengd:  2  klst.

Staður og tími:  Fimmtudagur 9. ágúst kl. 9:00 – 11:00.  Námskeiðið fer fram í tölvustofunni Hrafnhólum að Borgartúni 14 á 7. hæð (ath. námskeiðið er boðið tvisvar sinnum, sjá líka nr. 24)

Kennari:  Ingibjörg Gísladóttir mannauðsráðgjafi

Annað:  *Workplace er samskipta- og samstarfsmiðill sem allir starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að.  Námskeiðið fer fram fyrir framan tölvu og er miðað við að kennarar skrái sig inn á eigin notendaaðgang.   Hámarksfjöldi þátttakenda 13 manns.

Þátttökugjald: kr. 3.000

24.  Samstarfsmöguleikar Workplace* fyrir kennara  - B

Markhópur:  Allir kennarar sem vilja læra skilvirka leið til samstarfs og samskipta.

Markmið:  Að kennarar læri að nýta sér Workplace til samstarfs og samskipta innan og utan skóla.

Inntak:  Farið verður yfir hvernig hægt er að stofna hópa og viðburði, deila efni á Workplace og þróa hugmyndir, hvernig margir geta unnið í sama skjalinu, símtöl, myndsímtöl og beinar útsendingar.  Farið verður yfir ýmsar stillingar s.s. fyrir hópa og hvaða möguleikar eru varðandi tölvupóstsendinga úr Workplace.  Þá verður farið verður yfir notkun Workplace í snallsíma.

Lengd:  2 klst

Staður og tími:  Fimmtudagur 9. ágúst kl. 13:00 – 15:00.  Námskeiðið fer fram í tölvustofunni Hrafnhólum að Borgartúni 14 á 7. hæð. (ath. námskeiðið er boðið tvisvar sinnum, sjá líka nr. 23)

Kennari:  Ingibjörg Gísladóttir mannauðsráðgjafi

Annað:  *Workplace er samskipta- og samstarfsmiðill sem allir starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að.  Námskeiðið fer fram fyrir framan tölvu og er miðað við að kennarar skrái sig inn á eigin notendaaðgang.   Hámarksfjöldi þátttakenda 13 manns.

Þátttökugjald: kr. 3.000

25.  Hagnýtt námskeið í notkun Word og PPT

Staður og tími: Borgartún 14,  7. hæð Hrafnhólar  10. ágúst kl. 8:30-12:00

Markhópur: Allir kennarar sem vilja efla sig í notkun Word og PPT

Markmið: Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu og öryggi þáttaenda við notkun þessara forrita.

Leiðir: Flestir þekkja Word og PPT að einhverju leyti og nýta það sem þeir kunna vel en annað ekki. Hér verða kynntir ýmsir þægilegir möguleikar sem hægt er að nota í þessum forritum í daglegu starfi. Með viðbótarþekkingu í notkun þessara forrita er hægt að spara tíma og bæta framsetningu efnis til muna. Farið er ítarlega í gerð taflna, innsetningu mynda og vinnu með þær, notkun á SmartArt og Chart valmöguleikum og ýmislegt fleira.

Staður og tími:

Kennari: Guðrún Hjartardóttir, verkefnastjóri á skrifstofu SFS

Þátttökugjald kr. 3.000

26.  Hjólakraftur í skólastarfi

Markhópur: Allir kennarar

Markmið:  Kynning fyrir kennara á því sem Hjólakraftur hefur gert í þeim skólum sem hann er starfandi og möguleikana sem felast í því að nota hjól sem verkfæri til kennslu.

Inntak: Fræðsla fyrir þá sem vilja kynnast og nýta aðferðir hjólakrafts í kennslu. Kynntar umsagnir fagaðila (sálfræðinga, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og fleiri) um útkomu/árangur úr starfi með nemendahópa sem nýtt hafa hjólakraft til kennslu.

Lengd: 3,5 klst

Staður og tími: Siglunes í Nauthólsvík (inni og úti). 9.ágúst kl. 13:00-16:30

Kennari: Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri og yfirþjálfari Hjólakrafts.

Annað: Þátttakendur komi á hjóli (farið verður í hjólaferð um svæðið).

Þátttökugjald: kr. 3.000

27.  Heilsuefling og heimilisfræði

Markhópur: Heimilisfræðikennarar

Markmið: Sífellt meiri áhersla er lögð á hlutverk skóla í að styðja við góða heilsu og líðan, enda gefur skólinn ekki aðeins tækifæri til að jafna stöðu einstaklinga með aðgengi að þekkingu og færniþjálfun heldur má einnig líta á styðjandi áhrif heilsu og menntunar hvort á annað

Inntak: Á námskeiðinu verða kenndar leiðir til að tvinna heimilisfræði og heilsueflingu saman og horft á tækifærin sem heimilisfræðikennarar hafa til að taka að sér leiðandi hlutverk innan heilsueflandi skóla innan og utan heimilisfræðistofunnar. Þetta er í takt við nýtt námsskipulag  í kennaranámi tengt heimilisfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Lengd: 2,5 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli,  9.ágúst kl. 13-15:30

Kennarar: Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Ragnheiður Júníusdóttir aðjunkt í heimilisfræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Þátttökugjald: kr. 3.000

28. Heilsuefling í grunnskólum

Markhópur: Grunnskólakennarar

Markmið: Sífellt meiri áhersla er lögð á hlutverk skóla í að styðja við góða heilsu og líðan, enda gefur skólinn ekki aðeins tækifæri til að jafna stöðu einstaklinga með aðgengi að þekkingu og færniþjálfun heldur má einnig líta á styðjandi áhrif heilsu og menntunar hvort á annað.

Inntak: Horft verður til verkefna Embættis landlæknis tengt heilsueflandi skólum, grunnstoðarinnar Heilbrigði og velferð í Aðalnámskrá og verkefna sem skilað hafa árangri í samfélaginu. Með námskeiðinu fá starfandi kennarar tækifæri til að skoða og ræða sitt eigið starf og finna leiðir til að styrkja þekkingu og færni tengt viðfangsefninu. Þetta er í takt við nýtt námsframboð við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem frá og með komandi hausti verður boðið upp á viðbótardiplómu á meistarastigi í hagnýtri heilsueflingu.

Lengd: 3,5 klst

Staður og tími: Langholtsskóli, 9.ágúst kl. 8:30-12:00

Kennarar:  Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði Menntavísindasviði Háskóla Íslands ásamt Ingibjörgu Guðmundsdóttur verkefnisstjóra heilsueflandi grunnskóla og Sigríði Kr Hrafnkelsdóttur verkefnisstjóra heilsueflandi framhaldsskóla, báðar hjá Embætti landlæknis.

Þátttökugjald: kr. 3.000

29.  Litir úr blómum og jurtum

Markhópur: Námskeiðið er ætlað öllum kennurum

Markmið: Á námskeiðinu kynnast þátttakendur því hvernig hægt er að búa til liti úr blómum og jurtum og hvernig litir hegða sé við ólíkar aðstæður.

Inntak: Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningunum; Er hægt að búa til litu úr jurtum og blómum? Geta litir flutt sig úr stað? Getur fjólublár litur orðið grænn? Hvernig blandast og breytast litirnir þegar þeir eru á hreyfingu?

Lengd: 6 stundir.

Staður og tími: Myndlistaskólinn í Reykjavík,   9. og 10. ágúst kl. 9 – 12 báða dagana.

Kennarar: Kennarar frá Myndlistaskólanum í  Reykjavík

Þátttökugjald kr. 4.500

30.  Byggingarlist í augnhæð; form, rými og hönnun

Markhópur: allir kennarar

Markmið: Að leggja grunn fyrir kennara til að nýta byggingarlist og hönnun í þverfaglegu námi og kennslu.

Inntak: Á námskeiðinu er veittur innblástur og sýndar aðferðir um það hvernig kynna má heima byggingalistar og hönnunar fyrir börnum og ungum fólki með skapandi aðferðum. Auk stuttra fyrirlestra / innlagna hvorn daginn verða unnin 2-3 ólík verkefni sem ætlað er að kynna þátttakendum ólíkar aðferðir og efnistök sem tengjast formi og rýmismótun, efniskennd og birtuleik. Verkefnin eru hugsuð sem eins konar grunnur fyrir kennara að byggja á og þróa frekar, allt eftir aldri og getu nemenda sinna hverju sinni. Athygli er vakin á þverfaglegri snertingu við aðrar greinar, svo sem við ritlist, myndlist og tónlist en einnig eru skoðaðar tengingar við sögu- og umhverfisvitund og persónulegra innsýn í hugmyndavinnu, tvívíða framsetningu og þrívíða úrvinnslu. Námskeiðið byggir á námsefninu Byggingarlist í augnhæð (útg. Námsgagnastofnun) og persónulegri reynslu af kennslu barna og unglinga við Myndlistaskólann í Reykjavík og víðar í 20 ár.

Fjöldi stunda: 6

Staður og tími: Myndlistaskólinn í Reykjavík, mán.13. og 14. ágúst kl. 9:00 - 12:00 báða dagana

Kennari: Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt, kennari og rithöfundur.

Þátttökugjald: kr. 4.500

31.  Virkjum sköpun í starfi - Finnum nýjar leiðir  - Tveggja daga námskeið

Markhópur: Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á skapandi kennsluaðferðum og nýtist kennurum, kennaranemum sem og öðrum leiðbeinendum á öllum skólastigum.  

Markmið og inntak: Lögð er áhersla á að þátttakendur læri nýjar leiðir í gegnum eigin upplifun.  Þverfaglegt og vel pakkað - þéttar stuttar lotur þar sem lista- og fræðimenn úr ýmsum áttum kynna fjölbreyttar leiðir í skapandi vinnu sem hægt er að tengja og nýta við alla kennslu, óháð námsgreinum og sviðum.

Kennaranámskeið Kramhússins hefur verið með ýmsu móti undanfarin 35 ár. Lengi vel var það sett upp annað hvert ár en vegna eftirspurnar tók við árlegt námskeið í um 15 ár. Fjölbreytt og úrval listamanna og lærimeistara úr ýmsum áttum, bæði innlendir og erlendir hafa komið að námskeiðunum í gegnum tíðina. Áherslur hafa verið misjafnar en sköpun og gleði er alltaf í forgrunni. 

Hver dagur byrjar á hreyfingu og þátttakendur eru virkir frá fyrstu mínútum og endurnærast -  þrátt fyrir þreytu í lok dags. Nánari upplýsingar má finna á vef Kramhússins: www.kramhusid.is

Lengd: 14 stundir

Staður og tími: Kramhúsið, Skólavörðustíg 12.  Fim. 9. og fös. 10. ágúst - kl. 9:00 – 17:00 

Þátttökugjald: kr. 28.800.- (gæti orðið lægra ef þátttaka verður mikil).

Nánari lýsingar og kennaravalið verðu birt á síðunni Kramhússins um miðjan júní.

32. Virkjum sköpun í starfi - Finnum nýjar leiðir  - Eins dags námskeið

Markhópur: Námskeiðið eru ætlað öllum sem hafa áhuga á skapandi kennsluaðferðum og nýtist kennurum, kennaranemum sem og öðrum leiðbeinendum á öllum skólastigum.  

Markmið og inntak: Lögð er áhersla á að þátttakendur læri nýjar leiðir í gegnum eigin upplifun.  Þverfaglegt og vel pakkað - þéttar stuttar lotur þar sem lista- og fræðimenn úr ýmsum áttum kynna fjölbreyttar leiðir í skapandi vinnu sem hægt er að tengja og nýta við alla kennslu, óháð námsgreinum og sviðum. Sami markhóp og sömu markmið og í boði verður sérstök slökunarstund að námskeiði loknu.

Kennaranámskeið Kramhússins hefur verið með ýmsu móti undanfarin 35 ár. Núna er í fyrsta sinn boðið upp á eins dags námskeið en undanfarið hefur verið mikil eftirspurn eftir sérsniðnum dagsnámskeiðum fyrir starfshópa.

Hver dagur byrjar á hreyfingu og þátttakendur eru virkir frá fyrstu mínútum og endurnærast -  þrátt fyrir þreytu í lok dags. Nánari upplýsingar má finna á vef Kramhússins: www.kramhusid.is

Lengd: 9 tímar

Staður og tími: Kramhúsið, Skólavörðustíg 12.  Mánudaginn 13. ágúst - kl. 9:00 – 18:00. 

Þátttökugjald: kr. 19.800.- (gæti orðið lægra ef þátttaka verður mikil)

Nánari lýsingar og kennaravalið verðu birt á síðunni Kramhússins um miðjan júní.

33. Upprifjun í skyndihjálp fyrir sundkennara  - A

Markhópur:  Sundkennarar.

Markmið:  Að tryggja öryggi nemenda í sundkennslu og uppfylla reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum um endurmenntun og hæfnispróf sundkennara*. 

Inntak:  Námskeiðið skiptist í bóklegan hluta og verklegan hluta sem fer fram ofan í lauginni.  Þátttakendur þurfa því að taka með sér sundföt. Á námskeiðinu verður boðið uppá að taka hæfnispróf.

Staðsetning og tími: Laugardalslaug, fös. 10. ágúst kl. 8:15 – 16 .

Leiðbeinandi: Finnbjörn Aðalheiðarson

Þátttökugjald: Kr. 16.000,-

Annað: *Úr reglugerð: Sundkennarar sem fengu leyfisbréf fyrir 15. febrúar 2014 geta valið á milli tveggja kosta til að uppfylla reglugerðina:

1) Sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti 
EÐA   

2) Sækja endurmenntunarnámskeið árlega.

Sundkennarar sem fengu leyfisbréf eftir 15. febrúar 2014 skulu sækja bóklegt endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti.
Sjá nánari upplýsingar um hæfnispróf og viðmið á vef Umhverfisstofnunar: http://ust.is/atvinnulif/hollustuhaettir/sundstadir/haefnisprof-starfsmanna/

34. Upprifjun í skyndihjálp fyrir sundkennara   - B

Markhópur:  Sundkennarar.

Markmið:  Að tryggja öryggi nemenda í sundkennslu og uppfylla reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum um endurmenntun og hæfnispróf sundkennara*. 

Inntak:  Námskeiðið skiptist í bóklegan hluta og verklegan hluta sem fer fram ofan í lauginni.  Þátttakendur þurfa því að taka með sér sundföt. Á námskeiðinu verður boðið uppá að taka hæfnispróf. Á námskeiðinu verður boðið uppá að taka hæfnispróf.

Staðsetning og tími: Laugardalslaug, mán. 13. ágúst kl.  8:15 – 16. 

Leiðbeinandi:  Finnbjörn Aðalheiðarson

Þátttökugjald: kr. 16.000,-

Annað: *Úr reglugerð: Sundkennarar sem fengu leyfisbréf fyrir 15. febrúar 2014 geta valið á milli tveggja kosta til að uppfylla reglugerðina:

1) Sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti 
EÐA   

2) Sækja endurmenntunarnámskeið árlega.

Sundkennarar sem fengu leyfisbréf eftir 15. febrúar 2014 skulu sækja bóklegt endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti. 
Sjá nánari upplýsingar um hæfnispróf og viðmið á vef Umhverfisstofnunar: http://ust.is/atvinnulif/hollustuhaettir/sundstadir/haefnisprof-starfsmanna/

35. Fjármálalæsi unglinga

Markhópur: Kennarar á efsta stigi.

Fjöldi þátttakenda: Hámark 30

Markmið námskeiðs: Að efla færni þátttakenda í kennslu um grunnþætti fjármála.

Viðfangsefni: Námsefni um grunnþætti fjármála einstaklinga á vegum Fjármálavits – kynning á því hvernig hægt er að nýta það í kennslu í grunnskólum.

Inntak námskeiðsins: Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla, þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Tilgangurinn er að veita innblástur í kennslu um fjármál og stuðla að aukinni kennslu um fjármál einstaklinga í grunnskólum. Námsefnið er byggt upp sem sjálfstæðar kennslustundir með umræðum og verkefnum, en til stuðnings eru einnig stutt myndbönd sem nemendur geta horft á til að tengja við viðfangsefnið.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli, 10. ágúst 2018, kl. 9-12

35. Fjármálalæsi unglinga

Markhópur: Kennarar á efsta stigi.
Fjöldi þátttakenda: Hámark 30 
Markmið námskeiðs: Að efla færni þátttakenda í kennslu um grunnþætti fjármála.
Viðfangsefni: Námsefni um grunnþætti fjármála einstaklinga á vegum Fjármálavits – kynning á því hvernig hægt er að nýta það í kennslu í grunnskólum.

Inntak námskeiðsins: Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla, þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Tilgangurinn er að veita innblástur í kennslu um fjármál og stuðla að aukinni kennslu um fjármál einstaklinga í grunnskólum. Námsefnið er byggt upp sem sjálfstæðar kennslustundir með umræðum og verkefnum, en til stuðnings eru einnig stutt myndbönd sem nemendur geta horft á til að tengja við viðfangsefnið.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Staður og tími: Langholtsskóli, 10. ágúst 2018, kl. 9-12