Styrkur svifryks við umferðargötur áfram hár

Heilbrigðiseftirlit Umhverfi

""

Styrkur svifryks var hár í Reykjavík eftir hádegi eins og í gær og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast útiveru í nánd við umferðargötur. Ágætt er að nota almenningssamgöngur. 

5. janúar: Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi það sem af er degi samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu.

Klukkan 13.30 í dag var hálftímagildi svifryks við Grensásveg 88 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöð við Hringbraut var hálftímagildið á sama tíma 212 míkrógrömm á rúmmetra og það var en undir heilsuverndarmörkum við Eiríksgötu og í Laugardal.

Þau sem eru viðkvæm í öndunarfærum ásamt börnum ættu því að forðast útiveru í nágrenni við umferðagötur. Sólarhrings heilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Veðurspá á höfuðborgarsvæðinu: „Austan 3-8 m/s og bjartviðri. Vaxandi sunnanátt og þykknar upp í kvöld, 8-15 í nótt og úrkomulítið, en fer að draga úr vindi með talsverðri snjókomu eða slyddu seint í nótt. Vestan 3-8 og styttir að mestu upp snemma í fyrramálið. Hiti kringum frostmark.“ (vedur.is). Ekki er því búist við svifryksdögum (PM10) um helgina. 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á http://reykjavik.is/thjonusta/loftgaedi-i-reykjavik. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu og við Hringbraut 26.

Tengill

Loftgæði