Styrkir til velferðarmála

Velferð

""

Velferðarráð hefur samþykkt að veita 40 styrki að andvirði yfir 50 milljónir. Þar af eru 28 verkefnastyrkir, fjórtán þjónustusamningar til árs og að lokum fimm þjónustusamningar til þriggja ára.

Markmið þessar styrkveitinga er að styðja við sjálfsprottið starf og starfssemi frjálsra félagasamtaka á sviði velferðarmála. Framlag grasrótar og góðgerðarfélaga til velferðarmála í borginni er mikilvægt og öllum til hagsbóta.

Framlag styrkþega til velferðarmála er margvíslegt og vinna þeir meðal annars að málefnum geðfatlaðra, þolenda ofbeldis, túlkaþjónusta og aðstoð við eldri borgara svo eitthvað sé nefnt.

Meðal verkefna er Handaband, þróunarverkefni sem gengur út á að bjóða upp á nýtt virkniúrræði og skapandi vinnustofur fyrir fólk á öllum aldri í félagsmiðstöðvum borgarinnar. Ljósbrot fær styrk fyrir verkefni sem er sérsniðið að ungmennum sem glíma við depurð, kvíða, einmannaleika og fíknivanda. Barnaheill, Félagsstofnun stúdenta, Kvennaathvarf, Hjálparstarf Kirkjunnar, Samtökin 78, Hugarafl og Blindrafélagið eru einnig meðal styrkþega en sjá í viðhengi lista yfir alla styrkþega.

Velferðarráð bauð styrkþegum til móttöku í borgarstjórnarsalnum mánudaginn 26. febrúar þar sem formaður velferðarráðs, Elín Oddný Sigurðardóttir og formaður styrkjanefndar, Ilmur Kristjánsdóttir, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn.