Styrkir íbúaráða til eflingar hverfisanda, mannlífs og menningar

Mannréttindi Mannlíf

""

Auglýst er eftir verkefnum og viðburðum sem ætlað er að stuðli að auknu mannlífi, menningu, félagsauði og lífsgæðum í hverfunum í sumar.

Mikilvægt er að verkefnin höfði til allra aldurshópa og skírskoti til breiðs hóps fólks sem vill sækja sér afþreyingu og upplifun í eigin hverfi.

Sjóðurinn nemur alls kr. 30.000.000 Miðað er við að íbúaráð sem eru níu talsins, fái milljón hvert en afgangurinn deilist til íbúaráða eftir íbúafjölda hverfanna. Styrkirnir skiptast á eftirfarandi hátt á milli íbúaráða borgarinnar.

Íbúaráð Árbæjar og Norðingaholts

kr. 2.830.000

Íbúaráð Breiðholts kr. 4.610.000
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals kr. 2.220.000
Íbúaráð Grafarvogs       kr. 4.000.000
Íbúaráðs Kjalarness kr. 1.230.000
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis     kr. 3.460.000
Íbúaráð Laugardals kr. 3.460.000
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða kr. 4.100.000
Íbúaráð Vesturbæjar kr. 3.780.000

 

Umsóknarfrestur er frá 15. maí – 7. júní  2020. Að öllu jöfnu er miðað við að styrkupphæðir fyrir hvert verkefni, séu á bilinu kr. 50.000 til 500.000.

Hverjir geta sótt um og hvað er styrkt?

Allir hafa aðgang að sjóðnum en umsækjendur þurfa að vera einstaklingar, félagasamtök eða aðrir hópar sem vinna saman að einstöku verkefni. Íbúar hverfanna eru sérstaklega hvattir til að sækja um til fjölbreyttra verkefna.

Styrkir geta til dæmis fallið til:

  • Viðburða í hverfum borgarinnar sem höfða til allra aldurshópa
  • Markaða sem efla líf í hverfinu
  • Tónleika, listviðburða eða annað sem eflir hverfisvitund
  • Pop - up leikvalla og þrautabrauta í hverfunum
  • Hreinsun eða gróðursetningar á svæðum innan hverfisins
  • Önnur verkefni sem eru til þess fallin að auka félagsauð og styrkja hverfisvitund

Styrknum er ekki ætlað að koma í stað launa heldur vegna efniskostnaðar, kaupa á listviðburðum, kostnaði við leiðbeinendur, auglýsingakostnað eða veitingar. Vakin er athygli á því að viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á.