Streymisfundur um tillögu að deiliskipulagi um borgargarðinn

Umhverfi Skipulagsmál

""

Streymisfundur til að kynna tillögu að deiliskipulagi fyrir borgargarðinn í Elliðaárdal verður haldinn miðvikudaginn 6. maí kl. 17. Markmið fundarins er að kynna og skýra ákveðna þætti í tillögunni, til að mynda göngu- og hjólastíga. Fulltrúi Landslags ehf kynnir tillöguna.

Fundurinn er sendur út síðunni reykjavik.is/ellidaardalur og á Facebook - Reykjavíkurborg þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir á meðan fundi stendur. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir daginn áður á netfangið skipulag@reykjavik.is ef nafn er gefið upp og þar sem í efnisglugga er skráð: Streymisfundur 6. maí.

Skipulagið byggir á grunni eldra deiliskipulags sem var samþykkt árið 1994 og verður fellt úr gildi þegar nýja skipulagið hefur öðlast staðfestingu. Í tillögunni eru afmörkuð og skilgreind hverfisverndarsvæði í dalnum, gerð grein fyrir helstu göngu- og hjólastígum ásamt nýjum þverunum yfir Elliðaárnar og skilgreind helstu útivistar- og áningarstaðir.

Leiðarljósin tillögunni í deiliskipulaginu skiptast af þessum sökum í þrjá flokka:

  • Náttúra og lífríki
  • Útivist og upplifun
  • Menning og arfleið

Ábendingar og athugasemdir

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 18. maí 2020. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

Tengill

Viðburður á facebook til minnis

Streymisfundur

Reykjavík facebook

Skipulag í kynningu

Eldri frétt um tillöguna