Stórtónleikar 14. nóvember í Grafarvogskirkju til styrktar BUGL

""
Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi stendur fyrir stórtónleikum í Grafarvogskirkju 14. nóvember 2013, þar sem margt af besta tónlistarfólki landsins kemur fram á tónleikunum Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og eru haldnir til styrktar barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL) og líknarsjóði Fjörgynjar.

Eftirtaldir listamenn koma fram og styrkja verkefnið: Eyjólfur Kristjánsson, Gissur Páll Gissuararson, Hera Björk Þórhallsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Lay Low, Páll Rósinkranz, Regína Ósk Óskarsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Garðar Thór Cortes, Guðrún Gunnarsdóttir, Eyþór Ingi  Gunnlaugsson, Greta Salóme, Hulda Björk Garðarsdóttir, Kristján Kristjánsson (KK), Matthías Stefánsson, Ragnar Bjarnason og Stefán Hilmarsson.

Hljómsveitin Kaleo leikur.

Undirleikarar eru Jónas Þórir og Þorgeir Ástvaldsson.

Kynnir: Gísli Einarsson.

Aðgöngumiðar kosta 4.000 krónur. Miðasala er hjá N1: Ártúnshöfða/Bíldshöfða/Gagnvegi, hjá Olís: Álfheimum/Gullinbrú og á midi.is

Þetta er ellefta árið í röð sem Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi stendur fyrir BUGL tónleikum og aðsóknin hefur alltaf verið mikil.  Lionsklúbburinn hvetur alla, sem tök hafa á, að tryggja sér miða á tónleikana og hlýða á marga af bestu tónlistarmönnum landsins, um leið og stutt er við gott málefni.