Stórt lundalistaverk á Kjalarnesi

Betri hverfi Íþróttir og útivist

""

Hverfishátíðir, líkamsrækt og listaverk fá styrk úr hverfissjóði Reykjavíkurborgar

Úthlutað hefur verið úr nýjum hverfissjóði Reykjavíkurborgar í fyrsta sinn. Hlutverk hins nýja hverfissjóðs er að veita einstaklingum, félagasamtökum og öðrum styrki vegna verkefna og viðburða sem styðja og styrkja félagsstarfsemi og önnur samvinnuverkefni í hverfum Reykjavíkur.

Í ár voru 20 mkr. settar í sjóðinn og þeim ráðstafað jafnt eftir hverfum borgarinnar. Úthlutun úr sjóðnum var í höndum hverfisráðanna. Alls bárust 79 umsóknir og voru 58 fjölbreytt verkefni í borginni styrkt af hverfissjóði.

Sem dæmi um verkefni má nefna: Fjölskylduútitónleikar í Árbæ, tiltektardagur í Grafarholti og Úlfarsárdal, íþróttahús í Hlíðahverfi og Miðborginni, bjóða eldra fólki að iðka fjölbreytta hreyfingu, hverfishátíðir í Háaleiti-Bústöðum og í Laugardalnum. Þá voru veittir styrkir til að halda Breiðholt Festival, Stóra Fjölnisdaginn í Grafarholti og á Kjalarnesi verður veittur styrkur til að reisa þriggja metra hátt listaverk af lunda á góðum útsýnisstað.

Allt eru þetta fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem eru til þess fallin að auðga lífið í hverfum borgarinnar.

Úthlutun úr hverfissjóði 2018