Stórhugur í loftinu | Reykjavíkurborg

Stórhugur í loftinu

föstudagur, 2. desember 2016

Mikill samhljómur var á opnum fundi um loftslagsmál sem var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Á dagskrá fundarins var það nýjasta sem er að gerast í loftslagsmálum og grænum málum.

 • ""
  Frá loftslagsfundi í morgun.
 • ""
  Við upphaf fundar.
 • ""
  Boðið var upp á hressingu fyrir fund
 • ""
  Salurinn var þétt setinn
 • ""
  Salurinn var þétt setinn
 • ""
  Fundargestir
 • ""
  Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur
 • ""
  Fundargestir
 • ""
  Dagur B. Eggertsson fór yfir grænar áherslur Reykjavíkurborgar
 • ""
  Hluti fundarmanna
 • ""
  Í lok fundar skrifuðu tvö fyrir tæki undir loftslagsyfirlýsingu og bættust í hóp fyrirtækja sem hafa skuldbundið sig. Egill Jóhannsson, forstjóri, skrifaði undir fyrir Brimborg
 • ""
  Í lok fundar skrifuðu tvö fyrir tæki undir loftslagsyfirlýsingu og bættust í hóp fyrirtækja sem hafa skuldbundið sig. Hreiðar Hermannsson skrifaði undir fyrir Stracta Hotels

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri boðaði að slíkir fundir yrðu haldnir reglulega. Kynningar myndu taka breytingum frá því að vera kynningar á fyrirætlunum í að verða frásagnir af árangri og verkefnum. Dagur fór yfir áherslur borgarinnar í loftslagsmálum, en Reykjavík setti sér fyrst sveitarfélaga á Íslandi heildarmarkmið í losun gróðurhúsalofttegunda og stefnir að kolefnishlutleysi. Aðgerðir borgarinnar ná til fjölmargra málaflokka allt frá einstökum þátttum í rekstri Reykjavíkurborgar til nýrra lausna í samgöngum, breyttrar landnotkun, sem og almennrar vitundarvakningar.   Skoða kynningarglærur borgarstjóra.

Dr. Lára Jóhannsdóttir lektor í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands fór yfir áhrif Parísarsamkomulagsins og Marokkófundarins á stjórnvöld og fyrirtæki. Hún gerði meðal annars lögsóknir gegn stjórnvöldum að umtalsefni, en þeir sem reynslu hafa af þeim segja að á grundvelli skuldbindinga sem ríki hafa undirgengist sé líklegra en áður að þær beri árangur. Skoða kynningarglærur Láru.

Finnur Sveinsson formaður stjórnar Festu er ánægður með vegferð félagsins fyrir umbótum í loftslagsmálum, en Festa og Reykjavík stóðu sameiginlega að loftslagsyfirlýsingu í Höfða fyrir ári síðan þegar yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir skuldbundu sig til aðgerða.

Finnur rifjaði upp áskorun John F. Kennedy þegar hann tilkynnti að koma ætti mannaðri flaug til tunglsins og til baka. Á þeim tíma hafði geimferðastofnunin NASA ekki hugmynd um hvernig það ætti verða að veruleika. Menn þekktu hvorki vandamálin né hvar ætti að byrja. Úrtöluraddir voru sterkar og eitt af því sem NASA gerði var að stofna deild með því skemmtilega heiti „Department of what cannot be done“ sem fékk það verkefni að leita lausna á þvi sem aðrir héldu að væri ómögulegt. Næstu 8 árin áður en sýn Kennedy varð að veruleika fékk deildin yfir þrjú þúsund verkefni til úrlausnar.  Finnur líkti síðan Festu við "ómögulegu deildina”, þar sem fyrirtæki finndu í lausnir í sameiningu á vandamálum sem þau glíma við varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og loftslagsbreytingar og hvatti fyrirtæki til að taka þátt í því starfi.

Guðmundur I. Guðbrandsson framkvæmdastjóri kynnti loftslagsverkefni Landverndar, en samtökin hafa verið að vinna með sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Nánar um verkefni Landverndar má sjá í kynningu Guðmundar

Ragnhildur Geirsdóttir framkvæmdastjóri reksturs og upplýsingatækni fór yfir loftslags- og umhverfisverkefnum hjá Landsbankanum.  Þau hafa unnið nokkra sigra á sinni vegferð og nefndi Ragnhildur Svansvottun mötuneytis árið 2013, samgöngusamninga og fækkun prentara. Sjá nánar í kynningu Ragnhildar.

Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar var fundarstjóri.

Í lok fundarins voru nýir þátttakendur í loftslagsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu teknir inn í hópinn, en það eru Brimborg og Stracta Hotels.

Í tilefni fundarins voru hengd upp  veggspjöld til kynningar á fjölbreyttum loftslagsverkefnum fyrirtækja, félagasamtaka og borgarinnar. Hægt verður að skoða veggspjöldin í Ráðhúsinu yfir helgina. Þar má sjá loftslagsmarkmið fyrirtækja, hvað felst í BREEAM umhverfisvottun bygginga, mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni og blágrænna ofanvatnslausna til að að aðlagast loftslagsbreytingum,  hlutverk þéttari byggðar, grænnar fræðslu, hjólreiðanets, borgarlínu og gasgerðarstöðvar við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.  Hér má skoða veggspjöld Reykjavíkurborgar


Nánari upplýsingar: