Stofnanir ársins hjá Reykjavík

""

Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2018 voru kynntar, við hátíðlega athöfn í miðvikudaginn 9. maí. Sigurvegarar ársins eru Norðlingaskóli og Leikskólinn Vallarsel á Akranesi.

Þrjár efstu stofnanir í hvorum flokki fá fá sérstaka viðurkenningu sem fyrirmyndastofnanir. Í ár eru í flokki stærri stofnana Norðlingaskóla, Frístundamiðstöðin Gufunesbær og Orkuveita Reykjavíkur fyrirmyndarstofnanir.

Borgarsögusafn Reykjavíkur var í þriðja sæti í hópi minni stofnanna og auk þess fá Frístundamiðstöðin Tjörnin sem sigraði í fyrra fjórða sætið í ár og Frístundamiðstöðin Ársel sem var í fjórða sæti í fyrra er í fimmta sæti í ár um nafnbótina fyrirmyndarstofnun.

Barnavernd er hástökkvari ársins

Hástökkvari könnunarinnar er Barnavernd Reykjavíkur. En það er sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára. Barnavernd Reykjavíkur hækkar um 19 sæti í raðeinkun á milli ára.

Reykjavíkurborg óskar starfsmönnum sínum og stjórnendum þessara stofnana innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og alls hins besta í framtíðinni.

Nánar um stofnanir ársins borg og bær