Stofnanir ársins hjá Reykjavík | Reykjavíkurborg

Stofnanir ársins hjá Reykjavík

föstudagur, 11. maí 2018

Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2018 voru kynntar, við hátíðlega athöfn í miðvikudaginn 9. maí. Sigurvegarar ársins eru Norðlingaskóli og Leikskólinn Vallarsel á Akranesi.

 • Starfsfólk Norðlingaskóla tekur við viðurkenningu sem stofnun ársins 2018 í hópi stærri stofnanna.
  Starfsfólk Norðlingaskóla tekur við viðurkenningu sem stofnun ársins 2018 í hópi stærri stofnanna frá Garðari Hilmarssynir, formanni St.Rv.
 • Starfsfólk Frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar tekur við viðurkenningu sem stofnun ársins 2018 í hópi stærri stofnanna.
  Starfsfólk Frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar tekur við viðurkenningu sem fyrirmyndarstofnun ársins 2018 í hópi stærri stofnanna frá Garðari Hilmarssynir, formanni St.Rv.
 • Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunna,r tekur við viðurkenningu fyrir hönd OR frá Garðari Hilmarssyni, formanni St.Rv.
  Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tekur við viðurkenningu sem fyrirmyndarstofnun í hópi stærri stofnanna fyrir hönd OR frá Garðari Hilmarssyni, formanni St.Rv.
 • Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri, tekur við viðurkenningu Borgarsafns frá Garðari Hilmarssyni, formanni St.Rv.
  Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri, tekur við viðurkenningu Borgarsafns sem fyrirmyndarstofnun í hópi minni stofnanna frá Garðari Hilmarssyni, formanni St.Rv.
 • Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, tekur við viðurkenningu fyrir hönd Barnaverndar.
  Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, tekur við viðurkenningu fyrir hástökk ársins fyrir hönd Barnaverndar frá Garðari Hilmarssyni, formanni St.Rv..

Þrjár efstu stofnanir í hvorum flokki fá fá sérstaka viðurkenningu sem fyrirmyndastofnanir. Í ár eru í flokki stærri stofnana Norðlingaskóla, Frístundamiðstöðin Gufunesbær og Orkuveita Reykjavíkur fyrirmyndarstofnanir.

Borgarsögusafn Reykjavíkur var í þriðja sæti í hópi minni stofnanna og auk þess fá Frístundamiðstöðin Tjörnin sem sigraði í fyrra fjórða sætið í ár og Frístundamiðstöðin Ársel sem var í fjórða sæti í fyrra er í fimmta sæti í ár um nafnbótina fyrirmyndarstofnun.

Barnavernd er hástökkvari ársins

Hástökkvari könnunarinnar er Barnavernd Reykjavíkur. En það er sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára. Barnavernd Reykjavíkur hækkar um 19 sæti í raðeinkun á milli ára.

Reykjavíkurborg óskar starfsmönnum sínum og stjórnendum þessara stofnana innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og alls hins besta í framtíðinni.

Nánar um stofnanir ársins borg og bær