Starfsdagur í verkefninu Okkar mál í Fellahverfi

Skóli og frístund

""

Allir leik- og grunnskólakennarar í Fellahverfi hittust á dögunum á starfsdegi í verkefninu Okkar mál sem miðar að því að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu.

Kennarar hlýddu á starfsdeginum á fróðleg erindi um fjölmenningu og skólastarf, tóku þátt í starfstengdum smiðjum og borðuðu saman.

Fyrir hádegi hlýddu starfsmenn leikskóla á fyrirlestra um fjölmenningarhæfni frá Guðrúnu Pétursdóttur og fyrirlestur um fordóma frá Emblu Ágústsdótur og Guðrúnu Hjartardóttur.
Eftir hádegi bættust kennarar Fellaskóla við og hlýddu á ávarp Ragnars Þorsteinssonar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og erindi Dr. Gunnars E. Finnbogasonar sem fjallaði um menningu og félagsauð Síðan tóku við smiðjur í smærri hópum. 

Meginmarkmið verkefnisins Okkar máls er að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi Meginmarkmið verkefnisins Okkar mál er að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu. Í því felst meðal annars:

  • að auka þekkingu kennara og starfsfólks á þáttum sem hafa áhrif á máltöku og læsi allra barna með sérstakri áherslu á börn með annað móðurmál en íslensku
  • að efla fagleg vinnubrögð og færni kennara í starfi með margbreytilegum barna- og foreldrahópi
  • að þróa og innleiða fjölbreyttar kennsluaðferðir sem miða að því að jafna tækifæri barna til náms
  • að afrakstri verkefnisins verði miðlað á fjölbreyttan hátt til annarra er gagn hafa af

Samstarfsaðilar í Okkar mál verkefninu eru Fellaskóli, Leikskólinn Holt, Leikskólinn Ösp, Miðberg, Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi – Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Breiðholts.