Starfandi borgarstjóri sendir samúðarkveðju til Oslóarborgar

Stjórnsýsla

Ráðhús Reykjavíkur

Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri sendi í gær samúðarkveðju til Marianne Borgen, borgarstjóra, og íbúa Oslóarborgar.

Kæri borgarstjóri Marianne Borgen,

Fyrir hönd Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra vofveiflegu atburða sem áttu sér stað í Osló aðfaranótt 25.júní.

Núna sem aldrei fyrr þurfum við að standa vörð um þau grunngildi sem samfélög okkar byggja á. Við látum hvergi bugast í baráttunni gegn ótta og hatri og upphefjum kærleika og umburðarlyndi.

Hjörtu okkar og hugsanir eru sérstaklega hjá þeim sem nú syrgja ástvini, hinum særðu og hinsegin samfélaginu sem hefur orðið fyrir enn einni árásinni. Samhugur Reykvíkinga er með öllum íbúum Oslóar og þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu grimmdarverka.

--

Einar Þorsteinsson, fungerende ordfører, sendte i går kondolanser til Marianne Borgen, ordfører i Oslo og innbyggere. 

Kondolansene er som følger:

Kjære ordfører Marianne Borgen

På vegne av innbyggerne i Reykjavík vil jeg uttrykke min dypeste medfølelse for de tragiske hendelsene som fant sted i Oslo natten til den 25. juni.

Nå, som aldri før, må vi opprettholde kjerneverdiene som våre samfunn er bygget på. Vi vil ikke gi opp i kampen mot frykt og hat, og vi vil fremme kjærlighet og toleranse.

Våre hjerter og tanker går spesielt til de som nå sørger over sine nærmeste, de sårede og det skeive miljøet som har blitt utsatt for nok et angrep. Sympatien til innbyggerne i Reykjavík er med alle Oslos innbyggere og de som har det vondt på grunn av disse uforståelige grusomhetene.