Starf sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfis laust til umsóknar

Stjórnsýsla Atvinnumál

""

Mannauður og starfsumhverfi er nýtt kjarnasvið sem starfa mun innan nýs stjórnskipulags Reykjavíkurborgar sem tekur gildi 1. júní nk.

Sviðsstjóri mun hafa yfirumsjón með mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg. Skipulag nýs sviðs er í mótun og mun nýr sviðsstjóri koma að lokaundirbúningi skipulags nýs sviðs. Ábyrgðarsvið sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs getur því tekið breytingum þar sem endanleg uppbygging sviðsins liggur ekki fyrir. Mannauðsdeild Reykjavíkurborgar, sem verður að hluta til uppistaðan í hinu nýja mannauðs- og starfsumhverfissviði, hefur haft það meginhlutverk að tryggja samræmda framkvæmd mannauðsmála  þvert á Reykjavíkurborg.

Innan nýs skipulags mun hluti kjaradeildar Reykjavíkurborgar bætast við en kjaradeild ber ábyrgð á og hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga sem og sinnir samskiptum við stéttarfélög fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Launakjör heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri heyrir beint undir
borgarstjóra og um störf hans gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Ráðið er af borgarráði í starf sviðsstjóra til fimm ára.