Spil sem fræðir um tólf erfiðar og góðar tilfinningar

Skóli og frístund

""

Tilfinningaspilið, sem þróað var í samstarfi frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar og listamannsins Jakob Jakobssonar, hlaut á dögunum viðurkenningu skóla- og frístundráðs sem framúrskarandi nýsköpunar- og þróunarverkefni. 

Með Tilfinningaspilinu má læra um tilfinningalífið í gegnum leik; hlusta og setja orð á tilfinningar, tala um þær, sýna hlutteikningu og kynnast sjálfum sér betur. Einnig nýtist þetta skemmtilega spil til að vinna með vináttuna og búa til margvíslegar frásagnir um tilfinningar. 

Tilfinningaspilið er hugsað sem verkfæri í skóla-og frístundastarfinu, m.a.  til að efla félagsfærni og lýðræðisleg vinnubrögð. 

Útbúnar hafa verið leiðbeiningar um tilfinningaspjöldin til að auðvelda starfsfólki í frístundastarfi og kennurum í leikskólum og grunnskólum að nýta þau á áhugaverðan og ganglegan hátt.

Tilfinningaspilið finnur þú á vef um nýja menntastefnu Reykjavíkurborgar - Látum draumana rætast.