Sólfarið verður sýruþvegið  

Umhverfi Menning og listir

""

Sólfarið við Sæbraut verður á næstu vikum sýruþvegið, pússað upp og að lokum bónað, auk þess sem frostsprungnu stykki verður skipt út.

Höfundur verksins er Jón Gunnar Árnason, en það er unnið úr ryðfríu stáli eftir fríhendisteikningum hans. Verkið var afhjúpað á afmælisdegi Reykjavíkurborgar árið 1990.

Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með viðhaldsvinnu útilistaverka í borginni. Gert er ráð fyrir að vinnu við Sólfarið verði lokið fyrir byrjun júní.

Vinnusvæði við útilistaverkið hefur verið girt af og viðeigandi merkingar verið settar upp.  Vegfarendur geta óhindrað farið um gangstétt en eru beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæðið, einkum þar sem vinnuskúr verður staðsettur á bílastæðum við Sólfarið.

Tengt efni: