Skýrsla innri endurskoðunar um Félagsbústaði

Velferð Stjórnsýsla

""

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hefur birt samantekt úr skýrslu um úttekt á viðhaldsframkvæmdum Félagsbústaða við Írabakka 2 -16 í Reykjavík sem fóru fram á árunum 2012 - 2016.

Í fréttatilkynningu frá stjórn Félagsbústaða segir að stjórnin hafi ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti félagsins í kjölfari úttektarinnar.

Stjórn og framkvæmdastjóri Félagsbústaða óskuðu eftir því í maí 2016 að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á viðhaldsverkefni félagsins við Írabakka. Þá lá fyrir að Innri endurskoðun myndi jafnframt gera tvær aðrar úttektir á innra eftirliti félagsins sem voru lagðar fyrir stjórn á árunum 2016 og 2017.

Samantekt úr skýrslu innri endurskoðunar um Írabakka

Fréttatilkynning Félagsbústaða

Aðkoma innri endurskoðunar að málefnum Félagsbústaða