Skráning hafin á Öskudagsráðstefnu 2020

Skóli og frístund

""

Hvað getum við gert? er yfirskrift árlegrar Öskudagsráðstefnu fyrir grunnskólakennara í borginni sem haldin verður 26. febrúar nk. frá klukkan 13:00-16:00 í Silfurbergi í Hörpu. Umhverfismál og umhverfismenntun eru meginviðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Guðni Elísson og er yfirskrift erindis hans: „Framtíð þín nú er fortíðina að trega.“ Kjarni loftslagsvandans, spárnar og lausnirnar. Þrátt fyrir þrjá áratugi af umræðum, skuldbindingum og samþykktum hefur alþjóðasamfélaginu lítið miðað í átt að lausn loftslagsvandans og nú eru blikur á lofti. Í erindi sínu leitast Guðni við að útskýra hvers vegna tíminn sé svona naumur og hvers vegna aðgerðirnar verði að vera umfangsmiklar. Hann ræðir einnig hvert stefni ef ekkert verður aðhafst og hvar lausnirnar kunni helst að liggja.

Guðni Elísson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Síðustu tuttugu árin hefur hann sérhæft sig í greiningu loftslagsorðræðunnar. Hann hefur farið í fjöldamörg viðtöl í útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum og fyrirlestrarnir sem hann hefur flutt um efnið síðan 2007 eru farnir að nálgast eitt hundrað. Guðni er stofnandi loftslagsvefsins Earth101 (http://www.earth101.is/)  sem hefur verið starfræktur frá 2013, en vefurinn er alþjóðlegur vettvangur fræðimanna í loftslagsvísindum þar sem þeir kynna rannsóknir sínar.

Einnig verða á dagskrá ráðstefnunnar hagnýt erindi um útinám, sjálfbærniverkefni og loftslagskvíða. 

Dagskrá ráðstefnunnar:

Móttaka og kaffiveitingar

Setning: Gunnar Björn Melsted, kennari í Brúarskóla

Gamanmál
Ari Eldjárn uppistandari

„Framtíð þín nú er fortíðina að trega“
Kjarni loftslagsvandans, spárnar og lausnirnar

Guðni Elísson prófessor í bókmenntafræði og áhugamaður um loftslagsmál

Stutt hlé – stöndum upp og syngjum saman

Sjálfbærni og útinám – Hvernig getur MÚÚ orðið að liði?
Guðrún María Ólafsdóttir, verkefnastjóri og Hildur Sif Hreinsdóttir, sjálfbærnifræðingur í Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ)

EcoRoad – Vel heppnað sjálfbærniverkefni – og hvað svo?
Sesselja Guðmundsdóttir, list- og verkgreinakennari í Ártúnsskóla

Verðlaunaafhending - Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs 2020  og Minningarverðlaun Arthurs Morthens 2020

Loftslagskvíði – hvað er til ráða?
Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni.

Ráðstefnustjóri: Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu SFS

Auglýsing um dagskrá ráðstefnunnar. 

Auglýsing um dagskrá ráðstefnunnar.