Skóli, bókasafn, sundlaug og önnur íþróttamannvirki rísa í Úlfarsárdal

fimmtudagur, 16. apríl 2015

Borgarstjóri kynnir framkvæmdir á opnum fundi með íbúum Grafarholts og Úlfarsárdals í kvöld, fimmtudaginn 16. apríl. Fundurinn verður í Ingunnarskóla og hefst hann kl. 20.00.

  • Hluti hins nýja mannvirkis.
    Hluti hins nýja mannvirkis.
  • Skóli, íþróttahús, menningarmiðstöð, bókasafn og sundlaug, sem mun þjóna íbúum í Úlfarsárdal og Grafarholti.
    Skóli, íþróttahús, menningarmiðstöð, bókasafn og sundlaug, sem mun þjóna íbúum í Úlfarsárdal og Grafarholti.

Kynna á framkvæmdir við nýja menningarmiðju hverfisins, en skóli, bókasafn, sundlaug og önnur íþróttamannvirki munu rísa í Úlfarsárdal. Tíma- og kostnaðaráætlun verkefnisins var á dagskrá borgarráðs í dag og kemur borgarstjóri því með nýjustu fréttir á íbúafundinn. Framkvæmdirnar í Úlfarsárdal eru stærsta framkvæmd borgarinnar næstu árin og mun framkvæmdakostnaður nema um 10 milljörðum króna.

Auk nýjustu frétta af framkvæmdaáætlun hinna nýju mannvirkja verður sagt frá öðrum verkefnum í hverfinu og farið yfir viðhorf íbúa til þjónustunnar í hverfinu.