Skólastarf hefst 22. ágúst

Skóli og frístund

""

Rúmlega 1.500 börn setjast á skólabekk í fyrsta sinn í haust og eru það aðeins fleiri nemendur en í fyrra. Alls munu rúmlega 14.000 börn og unglingar stunda nám í grunnskólum borgarinnar í vetur og er það nokkur aukning frá fyrra ári.

Skólastarf er að hefjast í 34 grunnskólum, 2 sérskólum og 5 einkaskólum. Fjölmennasti skóli borgarinnar er sem fyrr Árbæjarskóli en fæstir nemendur eru í Dalskóla í Úlfarsárdal.

Skólasetningin verður í grunnskólunum 22. ágúst og má finna nánari upplýsingar um tímasetningu á heimasíðum skólanna, svo og hvenær yngstu skólabörnin eiga að mæta í fyrsta sinn.

Eftir sumarleyfi eru jafnframt mörg börn að hefja leikskólagöngu, en öllum börnum sem fædd eru á árinu 2011 hefur verið boðið leikskólapláss.