Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts gerir garðinn frægan | Reykjavíkurborg

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts gerir garðinn frægan

mánudagur, 2. júlí 2018

Elsta sveit Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts fór með stjórnanda sínum, Snorra Heimissyni, til Gautaborgar á dögunum. Þar gerði hljómsveitin sér lítið fyrir og lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppni. 

  • Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
    Kátir félagar í elstu sveit skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts eftir að þeir hrepptu annað sætið í Gautaborg.
  • Snorri Heimisson stjórnandi skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts kampakátur með verðlaunin.
    Snorri Heimisson stjórnandi skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts kampakátur með verðlaunin.

Alls tóku tuttugu og fimm hljómsveitir þátt í hátíðinni í Gautaborg. Þær kepptu ekki einungis innbyrðis heldur settu þær svip á borgina með því að marsera um götur og leika fyrir gesti og gangandi á meðan á dvöl þeirra stóð. 

Á lokahátíð keppninnar var Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts svo beðin að flytja útsetningu stjórnanda síns af „Shape of you“ eftir Ed Sheeran og vakti flutningurinn mikinn fögnuð áheyrenda. Það voru kátir og stoltir nemendur sem snéru aftur heim til Íslands að keppni lokinni. 

Til hamingju Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts!