Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts 50 ára

""

Það var þétt setinn Norðurljósasalur Hörpu í dag þega skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts hélt hálfrar aldar afmælistónleika.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri var kynnir afmælistónleikanna en hann lék sjálfur í hljómsveitinni sem barn og var hlutverkið því ljúft og skylt.

Rúmlega 100 nemendur Árbæjar og Breiðholtsskóla fluttu fjölbreytta tónlist í tilefni dagsins. Fyrst steig A-sveit eða yngstu nemendur á svið og flutti þrjú lög, lagið um litina, það sem er bannað og að lokum Apache undir stjórn Snorra Heimissonar.

B-sveitin, sem eru nemendur í 5. - 7. bekk fluttu syrpu laga úr Stjörnustríði og Jurassic Park auk laganna Eye of Tiger og Smoke on the river. B-sveit spilaði undir stjórn Sólveigar Morávek.

Og að lokum lék C-sveit, sem eru nemendur frá 8. bekk og alveg upp í menntó, undir stjórn Snorra Heimissonar. Þau fluttu m.a. Glow eftir Retro Stefson og lagið Kvaðning með Skálmöld.

Allar sveitir spiluðu lög með þátttöku Unnsteins Manuels, söngvara Retro Stefson, og Þráni Baldvinssyni, gítarleikara Skálmaldar. Áður en elstu nemendur stigu á svið var foreldrafélagið heiðrað en það hefur að sögn Snorra hljómsveitarstjóra studd dyggilega við starf sveitarinnar. Einnig fengu kennarar sveitarinnar lof í lófa en auk stjórnendanna, Snorra og Sólveigar, koma tólf tónlistarkennarar að starfi skólahljómsveitarinnar.