Skólaheimsóknir í tilefni losunar Covid-19 hafta

Covid-19 Skóli og frístund

""

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri brá sér í dag, miðvikudaginn 13. maí, í tvær skólaheimsóknir. Fyrri heimsóknin var í Klettaskóla og sú seinni í Háteigsskóla.

Það er engin tilviljun að þessir skólar urður fyrir valinu en báðum þessum skólum þurfti að loka vegna Covid-19 veirunnar.

Klettaskóla, sem er sérskóli, var lokað í tvær vikur vegna staðfests smits hjá einum starfsmanni skólans. Allt frístundastarf lá einnig niðri. Þetta reyndist sérstaklega erfitt því í skólanum eru nemendur í fyrsta til tíunda bekk með þroskafrávik og líkamlegar fatlanir. Það er áríðandi fyrir nemendur Klettaskóla að sem minnst röskun sé á skóla- og tómstundastarfi.

Háteigsskóli lokaði einnig í tvær vikur eftir að þrjú smit greindust hjá starfsfólki. Háteigsskóli vakti athygli fyrir að bregðast hratt við lokuninni með því að hugsa í lausnum og koma á fjarkennslu til allra nemenda.

Dagur vildi með komu sinni þakka bæði stjórnendum skólanna, starfsfólki og nemendum fyrir djörfung og dug á fordæmalausum tímum.