Skólaforðun, falinn vandi | Reykjavíkurborg

Skólaforðun, falinn vandi

fimmtudagur, 13. september 2018

Náum áttum fjallar á fyrsta morgunverðarfundi vetrarins um skólaforðun eða brotthvarf úr námi. Fundurinn er miðvikudaginn 19. september frá 8.15 til 10.00 á Grand hóteli og morgunhressing er innifalin í verði.

 

  • Menntaskólinn í Reykjavík.
    Framhaldsskólar á Íslandi eru á annan tug en Menntaskólinn í Reykjavík er þeirra elstur.

Framsöguerindi flytja;

Una Björg Bjarnadóttir, kennsluráðgjafi hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, og Hulda Björk Finnsdóttir, verkefnastjóri Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, halda erindi undir heitinu Skólaforðun, horft til framtíðar.

Guðrún Sigríður Helgadóttir og Þórdís Þórisdóttir, náms- og starfsráðgjafar í Menntaskólanum í Kópavogi fjalla um verkefni skólans gegn brotthvarfi frá námi.

Ásta María Reynisdóttir, sérfræðingur frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun, segja frá skyldum og framkvæmd ráðuneytisins við innritun í framhaldsskóla.

Fundarstjóri að að þessu sinni er Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.

Auglýsing fyrir morgunverðarfundinn