Skipulags- og matslýsingar fyrir svæði Vogabyggðar

Umhverfi Skipulagsmál

""

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 30. apríl sl. voru samþykktar þrjár skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags fyrir svæði Vogabyggðar. Lýsingarnar voru samþykktar til kynningar og vísað til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Hverfisráð Laugardals. Lýsingarnar hafa núna jafnframt verið gerðar aðgengilegar á vef Reykjavíkurborgar.

Heildarsvæðið afmarkast af Sæbraut til vesturs, Kleppsmýrarvegi /Kjalarvogs til norðurs, Elliðaárósum í austri og Miklabraut til suðurs og er það svæði kallað Vogabyggð. Austur af svæðinu eru Háubakkar, friðlýstar náttúruminjar sem ramma svæðið inn og skapa jaðar þess við útivistarsvæði við Elliðaárósa og eru hluti af skipulagssvæðinu. Stefnt er að því að gerðar verða a.m.k. fjórar deiliskipulagsáætlanir fyrir svæðið. Beðið verður með að gera lýsingu og skipulagsáætlun fyrir syðsta svæðið. Skipulags- og matslýsingar eru nú lagðar fram fyrir þrjár af þessum fjóru fyrirhuguðu deiliskipulagsáætlunum.

Hægt er að skoða skipulags- og matslýsingar í PDF skjölunum, hér til hliðar á síðunni.

Fyrir liggur samþykkt rammaskipulag fyrir Vogabyggð í heild sinni sem var samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Hamla ehf. fyrir hönd lóðarhafa. Rammaskipulagið var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 9.apríl 2014. Skipulags- og matslýsingini tekur á þeim þáttum er lúta að gerð deiliskipulags fyrir viðkomandi svæðið. Sem fyrr segir þá verða gerð fleiri en eitt deiliskipulag á svæðinu, þau munu þó öll byggja á áður nefndu rammaskipulagi Vogabyggðar og verða unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Þessar lýsingar eru yfirlit um helstu áherslur við gerð deiliskipulagsáætlana, forsendur, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar.