Skipti ég máli? Kemur mér þetta við? Kosningaþátttaka innflytjenda | Reykjavíkurborg

Skipti ég máli? Kemur mér þetta við? Kosningaþátttaka innflytjenda

föstudagur, 26. janúar 2018

Opinn fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarstjórnar verður haldinn þriðjudaginn 30. janúar 2018 kl. 14.00-16.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur, borgarstjórnarsal.

  • Mannlíf á Austurvelli
    Mannlíf á Austurvelli

Fjallað verður um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi frá ýmsum hliðum en hún hefur verið töluvert lægri en kosningaþátttaka almennt. Skoðaðar verða mögulegar ástæður fyrir þessu og leiðir til úrbóta.

Í september á síðasta ári var settur á laggirnar starfshópur hjá Reykjavíkurborg sem átti að skoða leiðir um hvernig mætti auka kosningaþátttöku, bæði almennt, en sérstaklega meðal hópa þar sem kosningaþátttaka er lægri þar á meðal innflytjendur. Niðurstöður starfshópsins verða kynntar á fundinum. 

Fundurinn fer fram á íslensku.

Dagskrá fundarins:

14.00 Ávarp borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson

14.10 Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2014: Innsýn í reynslu fólks af erlendum uppruna af þeim

Guðrún Magnúsdóttir, MA í hnattrænum tengslum

14.30 Niðurstöður vinnu starfshóps um leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018

Joanna Marcinkowska, Tómas Ingi Adolfsson, Unnur Margrét, Arnardóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

14.50 Innflytjendur: Pólitík, löggjöf og áhrif

Pawel Bartoszek, fyrrverandi alþingismaður og varaþingmaður

15.10 Umræður borgarfulltrúa og spurningar fundargesta

16.00 Fundarlok og samantekt

Tomasz Chrapek, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.

Fundurinn er öllum opinn.