Skíðasvæðin vinsæl

Skóli og frístund Íþróttir og útivist

""
Nú er líf og fjör á skíðasvæðum borgarinnar enda nógur snjór. 
 
Skíðasvæðin í borginni eru þrjú; í Ártúnsbrekku við Rafstöðvarveg, við Jafnarsel í Breiðholti og við Dalhús í Grafarvogi.
 
Brekkurnar eru mjög góðar byrjendabrekkur og áhugaverður valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja eiga góða stund saman. Ekkert kostar í lyfturnar en þær eru opnar á virkum dögum frá kl. 16:10 til 20:00 og um helgar frá kl. 10:10 til 16:00, ef aðstæður leyfa.
 
Síðastliðinn vetur voru lyfturnar opnar í rúmlega 40 daga og vonir standa til að þessi vetur verði ekki síðri. Hægt er að fá upplýsingar um opnun með því að hringja í símsvara skíðasvæðanna (878-5798), skoða facebook síðuna „Skíðasvæðin í borginni“ eða skidasvaedi.is.