Skákmaraþon Hróksins til styrktar börnum í Jemen

Mannlíf Mannréttindi

""

Skákmaraþonið, er haldið til minningar um Jóhönnu Kristjónsdóttur, rithöfund, blaðakonu og stofnanda Fatimusjóðsins. Safnað verður áheitum og framlögum fyrir Fatimusjóðinn og UNICEF.

Dagru B. Eggertsson, borgarstjóri setti skákmaraþon Hróksins formlega í morgun. Jóhanna Kristjónsdóttir, móðir Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins stofnaði Fatimusjóðinn, en hún lést 11. maí á síðasta ári og er maraþonið helgað minningu hennar. Safnað verður áheitum og framlögum fyrir Fatimusjóðinn og UNICEF og verður söfnunarfénu varið í þágu barna í Jemen. Samkvæmt upplýsingum UNICEF er staða barna í Jemen skelfileg. Margra ára átök hafa lagt landið í rúst. Í Jemen hefur hefur ríkt stríð um árabil og milljónir barna stríða við hungur, sjúkdóma og ólýsanlegar þjáningar. Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja. Meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. 

Leiðarljós söfnunarinnar eru kjörorð Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar : Til lífs og til gleði!

Skákmaraþonið fer fram dagana 11. og 12. maí frá kl. 09:00 til miðnættis báða dagana í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11, 101 Reykjavík.

Þau sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning Fatimusjóðsins:

Reikningsnúmer: 0512-04-250461

Kennitala: 680808-0580

Svo má senda SMS-ið JEMEN í 1900 og gefa 1900 krónur gegnum okkar góðu vini hjá UNICEF.