Sjálfsmynd með augum annarra

Mannlíf Menning og listir

""

Sjálfsmynd með augum annarra er yfirskrift hádegiserindis með Brynhildi Björnsdóttur sem fram fer í Ljósmyndasafninu í Reykjavík föstudaginn 11. janúar kl. 12:10.

Ljósmyndin hefur tekið miklum breytingum síðan hún kom fyrst fram sem tjáningarform, bæði hvað varðar tækni og vinnslu en ekki síður sem merkingarberi í samfélagi sem snýst æ meira um birtingarmyndir okkar í augum annarra. Eða hefur það kannski alltaf verið lífsnauðsyn fyrir hjarðdýrið manneskjuna að sýnast „rétt“ til að fá að vera til? Og hvað og hvenær er „rétt“?

Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðlakona og líkamsvirðingarsinni sem leggur nú lokahönd á MA-ritgerð í Menningarfræði við HÍ.

Erindið er flutt í tengslum við núverandi sýningu safnsins sem ber heitið FJÖLSKYLDUMYNDIR. Á sýningunni er að finna ljósmyndir hjónanna Guðbjarts Ásgeirssonar og Herdísar Guðmundsdóttur ásamt verkum nokkurra afkomenda þeirra sem eru á meðal fremstu ljósmyndara þjóðarinnar.

Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 13. janúar.

Aðgangur að safninu er ókeypis á meðan á erindinu stendur. Viðburður á Facebook er að finna hér