Síungur Brúðubíll

Skóli og frístund

""

Brúðubíllinn fagnar í sumar 40 ára afmæli og það gerir líka Lilli api, sem er elsta brúða bílsins og hefur leikið í Brúðubílnum frá upphafi.

Skóla- og frístundasvið, sem fjármagnar sýningar bílsins, færði stjórnanda Brúðubílsins henni Helgu Steffensen blóm og starfsfólki og brúðum bílsins afmælisköku.

Brúðubíllinn er verkefni sem kynnir leiklist og sköpun fyrir yngstu börnin í borginni og í leikritunum er boðskapur um góð gildi og mikið lagt upp úr söng og gleði og mikilvægi vináttu. Þúsundir barna og foreldra sjá nýjar sýningar Brúðubílsins hvert sumar í Reykjavík.

Í júní mæta leikskólar og frístundaheimili með börnin en í júlí fjölgar fjölskyldum, foreldrar, ömmur og afar og börn mæta á sýningar með teppi og nesti og eiga góða samverustund.

Ferðir og dagskrá brúðubílsins í sumar