Síðustu dagar sýningarinnar Í hlutarins eðli – skissa að íslenskri samtímalistasögu [1.0] | Reykjavíkurborg

Síðustu dagar sýningarinnar Í hlutarins eðli – skissa að íslenskri samtímalistasögu [1.0]

föstudagur, 27. apríl 2018

 

Sýningunni Í hlutarins eðli – skissa að íslenskri samtímalistasögu [1.0] í Hafnarhúsi lýkur þriðjudaginn 1. maí.

  • Síðustu dagar sýningarinnar Í hlutarins eðli – skissa að íslenskri samtímalistasögu [1.0] í Hafnarhúsi. Ljósmynd: Hildur Inga Bj
    Síðustu dagar sýningarinnar Í hlutarins eðli – skissa að íslenskri samtímalistasögu [1.0] í Hafnarhúsi. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Sýningunni Í hlutarins eðli – skissa að íslenskri samtímalistasögu [1.0] í Hafnarhúsi lýkur þriðjudaginn 1. maí.

Sýningin er hluti nokkurs konar skissuvinnu Listasafns Reykjavíkur að íslenskri samtímalistasögu byggt á safneigninni. Efnisheimurinn er viðfangsefni nokkurra valinna verka frá síðustu árum. Náttúrufyrirbæri, manngerðir hlutir og ýmisskonar efni liggja til grundvallar með tilliti til eiginleika, eðlis, merkingar og gildis.

Efnisheimurinn er viðfangsefni nokkurra valinna verka frá síðustu árum. Náttúrufyrirbæri, manngerðir hlutir og ýmisskonar efni liggja til grundvallar með tilliti til eiginleika, eðlis, merkingar og gildis.

Við innkaup listaverka í safnið á sér stað visst val sem endurspeglar fjölbreytileika listsköpunar hverju sinni en hér er reynt að greina enn frekar þær sameiginlegu áherslur sem er að finna í deiglu samtímans.