Síðasta sýningarhelgi á Kyrrð á Kjarvalsstöðum

Mannlíf Menning og listir

""

Sýningunni Kyrrð, með verkum listakonunnar Louisu Matthíasdóttur (1917-2000), lýkur sunnudaginn 17. september á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri gefst til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag.

Sýningunni Kyrrð, með verkum listakonunnar Louisu Matthíasdóttur (1917-2000), lýkur sunnudaginn 17. september á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri gefst til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag.

Louisa er einn af fremstu listamönnum Íslendinga á sviði málaralistar. Á sýningunni má vel sjá þá breidd sem býr í verkum hennar. Nærumhverfi hennar varð í langflestum tilfellum efniviður verkanna, hvort sem um var að ræða landslag, uppstillingar eða myndir af henni sjálfri. Hún málaði fjöldann allan af sjálfsmyndum sem sýna raunsanna mynd af listakonunni – og eins málaði hún gjarnan vini og vandamenn við leik og störf. Uppstillingar hennar innan af heimilinu málaði hún í hreinum og tærum litum og formum.

Verk hennar hafa yfir sér ákveðna kyrrð og hreinleika sem endurspeglar e.t.v. persónu listakonunnar og yfirbragð. ​Jafnvel þótt hún byggi mestan hluta ævi sinnar fjarri föðurlandinu málaði Louisa margar myndir af íslensku landslagi og Reykvískum götumyndum auk verka erlendis frá.

 
Vefsíða