Síðasta sýningarhelgi á Kjarval: Líðandin – la durée á Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum

Mannlíf Menning og listir

""

Síðasti dagur sýningarinnar Kjarval: Líðandin – la durée á Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum er sunnudagurinn 29. apríl.

Edda Halldórsdóttir, verkefnastjóri skráningar hjá Listasafni Reykjavíkur, verður með leiðsögn kl. 14.00 þennan dag.

Síðasti dagur sýningarinnar Kjarval: Líðandin – la durée á Kjarvalsstöðum er sunnudagurinn 29. apríl.

Edda Halldórsdóttir, verkefnastjóri skráningar hjá Listasafni Reykjavíkur, verður með leiðsögn kl. 14.00 þennan dag.

Á sýningunni eru mörg sjaldséð verk, einkum frá fyrri hluta starfsævi Jóhannesar Sveinssonar Kjarval (1885-1972). Verk sýningarinnar eru undir sterkum áhrifum frá framúrstefnuhreyfingum eins og fútúrisma og kúbisma. Sundurgreinandi form og uppbrot sjónarhornsins voru meðal helstu einkenna þessara listhreyfinga.

Kjarval kynntist þessum hreyfingum sem ungur maður í Kaupmannahöfn þar sem hann stundaði listnám og einnig í London þar sem hann sá sýningar á verkum ítalskra fútúrista sem höfðu áhrif á hann. Hann tókst á við þessar hugmyndir á gagnrýninn hátt og skapaði sitt persónulega myndmál.