Sex sækja um stöðu skólastjóra Hvassaleitisskóla

Skóli og frístund

""

Sex sækja um að vera skólastjóri við Hvassaleitisskóla en umsóknarfrestur rann út 25. maí síðastliðinn.

Umsækjendur eru;

  • Dagný Kristinsdóttir
  • Halla Leifsdóttir
  • Íris Anna Steinarrsdóttir
  • Jóhanna Sævarsdóttir
  • Mandana Sanajou
  • Þórdís Sævarsdóttir

Í Hvassaleiti eru 160 nemendur í fyrsta til sjöunda bekk. Nemendur sem stunda nám í Hvassaleiti fara í unglingadeild í Álftamýri.

Í skólanum er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti náms í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpun. Sérstaða skólans er einhverfudeild þar sem 9 nemendur stunda nám og í deildinn starfa sjö starfsmenn. 

Heimasíða skólans