Setning Wow Reykjavík International Games

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, setti leikana á blaðamannafundi sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík í dag . Þetta er í 11. sinn sem leikarnir fara fram og er reiknað með þátttöku á sjötta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kom í ræðu sinni inn á  #met­oo-bylt­ing­una og frásagnir íþróttakvenna sem stigu fram og sögðu frá sinni reynslu á dögunum. Hann sagði að Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur ætli að taka höndum saman og koma í veg fyrir og uppræta hvers kyns kynferðisofbeldi í starfi íþróttafélaganna.

Að ávörpum loknum gafst viðstöddum færi á að reyna fyrir sér í badminton en þess má geta að metþátttaka er í badmintonkeppni leikanna í ár.  Borgarstjóri notaði tækifærið og tók stuttan leik við Mar­gréti Jó­hanns­dótt­ur landsliðskonu.172 erlendir leikmenn eru skráðir til keppni í badminton og 18 erlendir dómarar frá 36 þjóðlöndum, næstum tvöföldun í fjölda milli ára. Keppni á leikunum hófst strax í gær en það var badmintonfólkið sem reið á vaðið.

Reykja­vík­ur­leik­arn­ir standa fram til 4. fe­brú­ar. Dag­skrá leik­anna má finna á rig.is.