Seljaskóli sigraði Skrekk

Skóli og frístund Mannlíf

""

Seljaskóli sigraði í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna. Í öðru sæti var Hlíðaskóli og Langholtsskóli í því þriðja. 

Mikil stemming var í Borgarleikhúsinu á úrslitakvöldinu þar sem átta skólar kepptu til úrslita. Mikilvægi þess að standa með sjálfum sér, sjálfsmyndin, tölvuleikir og tækniframfarir voru þau málefni sem brunnu á unglingum í þeim listrænu atriðum sem flutt voru á sviðinu í leik, dansi og söng. 

Svo fóru leikar að Seljaskóli hreppti Skrekkinn 2014 eftir afar spennandi keppni og tóku ungir sviðslistamenn við verðlaunagripnum úr hendi Dags. B. Eggertssyni borgarstjóra. Siguratriðið hét "Allt til fjandans farið" og fjallaði um hvað gerist þegar tæknin tekur yfirráðin. Mikil samhæfing var í sviðshópnum þar sem saman fór dansatriði, söngur og leikur. Þetta er í annað sinn sem Seljaskóli sigrar Skrekk, síðast hrepptu nemendur hans sigurgripinn 2010.