Seljaskóli og Langholtsskóli fyrstir til að tryggja sér sæti í úrslitum Skrekks

Skóli og frístund Íþróttir og útivist

""

Skrekkur hæfileikakeppni grunnskólanema fór vel af stað í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Átta skólar kepptu á fyrsta úrslitakvöldinu og voru atriðin fjölbreytt, skemmtileg og greinilegt að mikill undirbúningur lá að baki. Þeir skólar sem kepptu voru Árbæjarskóli, Háaleitisskóli, Háteigsskóli, Hlíðarskóli, Langholtsskóli, Norðlingaskóli, Seljaskóli og Ölduselsskóli. 

Dómnefndina í ár skipa Jón Jónsson söngvari, Ingunn Lára Brynjólfsdóttir  leikhúsklæðskeri, Brynja Pétursdóttir  dansari, Bjarni Snæbjörnsson leikari og Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg sem jafnframt er formaður dómnefndar.  

Í  kvöld verða flutt atriði frá: Breiðholtsskóla, Foldaskóla, Hólabrekkuskóla, Ingunnarskóla, Réttarholtsskóla, Vogaskóla og Vættaskóla. 

Undanúrslit halda áfram í kvöld og á miðvikudagskvöld og keppt verður til útslita mánudaginn 25. nóvember í beinni útsendingu á Skjá einum.