Seljaskóli og Kelduskóli Vík komust áfram í Skrekk

Skóli og frístund Mannlíf

""

Öðru úrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, lauk með sigri Seljaskóla og Kelduskóla Víkur. 

Undankeppnin fór fram í Borgarleikhúsinu fyrir troðfullum sal nemenda úr átta grunnskólum sem studdu sín lið. Mikil gleði og keppnisandi ríkti í salnum og héldu kynnarnir Steiney Skúladóttir og Auðunn Lúthersson uppi fjörinu á milli atriða. 

Þriðja undanúrslitakvöldið verður í kvöld, en mánudaginn 17. nóvember, fer úrslitakeppnin fram. Alls taka 24 skólar þátt í keppninni.