Sápubragð af vörunni The Yellow One

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Nathan & Olsen hf. vill benda neytendum á að fyrirtækið hefur fengið eina ábendingu um að sápubragð hafi fundist af vörunni The Yellow One frá framleiðandanum Ella´s Kitchen sem fyrirtækið flytur inn og dreifir.

Varan fór síðast í dreifingu frá fyrirtækinu í júní sl. og búið er að leita allra leiða til að tryggja að varan sé hvergi í sölu í verslunum. Um er að ræða einstakt tilvik, en viðkomandi lota var framleidd í febrúar 2018.  Yfir 170 þús. stk. voru framleidd af lotunni sem fór í dreifingu til margra landa og hefur sambærileg ábending ekki komið fram annars staðar. Sápa er ekki notuð við framleiðslu og sápa kemst aldrei í snertingu við vöruna á neinu stigi í framleiðslunni. Verksmiðjur Ella‘s Kitchen eru gæðavottaðar og undir ströngu eftirliti yfirvalda.

Nathan & Olsen hf. vill með tilliti til varúðarsjónarmiða og með hliðsjón af neytendavernd, tryggja að varan finnist hvergi hjá neytendum og biður því þá neytendur sem kunna að hafa vöruna undir höndum að skila henni til Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.

Um eftirfarandi vöru er að ræða:

Ella´s Kitchen - The Yellow One, best fyrir 02/2019, lotunúmer: 1903023312, strikamerki 5060107330030

Nathan & Olsen vill taka fram að einungis er um að ræða þetta tiltekna lotunúmer og best fyrir dagsetninguna 02/2019.

Frekari upplýsingar veitir Guðrún E. Gunnarsdóttir í síma 530-8400 eða í tölvupósti gudrun.gunnarsdottir@1912.is.