Samvinna um samfélagsverkefni í Breiðholti | Reykjavíkurborg

Samvinna um samfélagsverkefni í Breiðholti

miðvikudagur, 25. apríl 2018

Árni Gunnarsson, formaður Rauða krossins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um þróun og framkvæmd samfélagsverkefna í Breiðholti.

  • Hópurinn sem kemur að verkefninu ásamt formanni Rauða krossins og borgarstjóra.
    Frá vinstri; Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri Rauða krossins í Reykjavík, Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, Árni Gunnarsson, formaður Rauða krossins í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Elísabet Karlsdóttir, forstöðukona Fjölskyldumiðstöðvar Breiðholts, Þorsteinn Valdimarsson frá Rauða krossinum, Olivia Dawson, Rauða krossinum, Sæborg Ninja, Kristín Helga Guðmundsdóttir, Rauða krossinum og Belinda karlsdóttir, forstöðumaður á unglingaheimilinu Tröð.
  • Árni Gunnarsson og Dagur B. Eggertsson.
    Árni Gunnarsson, formaður Rauða krossins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifa undir viljayfirlýsinguna.
  • Undirrituninni var fagnað með þessari fínu hnallþóru.
    Undirrituninni var fagnað með þessari fínu hnallþóru.

Þetta er samvinna um verkefni sem nýta tækifærin í hverfinu og byggja á styrkleikum íbúana. Sérstaklega á að koma upp verkefnum sem ná til jaðarsetta einstaklinga, fólks sem býr við efnahagslegar þrengingar, innflytjendur og flóttafólk.  

Borgin leggur til húsnæði og aðstöðu fyrir tvo hlutastarfsmenn og einnig munu samstarfsaðilar vinna að því að finna hentug rými í eigu borgarinnar sem hægt er að nota endurgjaldslaust til verkefna Rauða krossins.

Verkefnastjóri Rauða krossins í Reykjavík, Marín Þórsdóttir, mun vinna með forstöðukonu Fjölskyldumiðstöðvar Breiðholts, Elísabetu Karlsdóttur ásamt starfsfólki og sjálfboðaliðum.

Með þessu vilja samningsaðilar stuðla að því að Breiðholt sé staður þar sem íbúar blómstra og ná markmiðum sínum.  Báðir aðilar fylgjast með og hafa eftirlit með sínum verkefnum og haldnir verða reglulega fundir um þróun samfélagsverkefna í Breiðholti.