Samstarfsaðilar í skapandi greinum

Mannréttindi

""

Rekur þú fjölbreyttan vinnustað eða gengur með skapandi verkefni í maganum? Reykjavíkurborg leitar að nýjum samstarfsaðilum sem bjóða upp á atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk.

Óskað er eftir samstarfsaðilum sem eru tilbúnir til þess að skapa fólki með skerta starfsgetu tækifæri til að taka virkan þátt í atvinnulífinu. 
Sérstaklega er horft til skapandi greina á sviði hönnunar, listsköpunar og snjalllausna. Öll verkefni skoðuð. 

Stuðningur Reykjavíkurborgar getur verið í formi sérþekkingar, starfsmanns og/eða mögulega húsnæðis til allt að þriggja ára.  
Ef þú eða þinn vinnustaður hefur áhuga á samstarfi, hafðu þá samband við: Arne Friðrik Karlsson eða Tómas Ingi Adolfsson

Sendu upplýsingar um tengilið, lýsingu á vinnustað/verkefni og hvers konar stuðningi er óskað eftir frá borginni fyrir 25. nóvember næstkomandi.