Samsöngur í sóttkví

Covid-19 Skóli og frístund

""

Víða á landinu hafa tónmenntakennarar búið til myndbönd fyrir samsöng til að létta fólki lundina og er Reykjavíkurborg þar engin undantekning.

Í tilefni samkomubanns hafa tónmenntakennarar ákveðið að standa fyrir samsöng á netinu. Nú er búið að taka upp 17 myndbönd með skemmtilegum lögum með söng og undirspili frá fjórum tónmenntakennurum. Öll lögin má finna hér fyrir neðan en einnig er hægt að finna lög eftir hvern kennara á Vimeo-síðum þeirra með því að smella á nafn þeirra. Kennararnir sem tekið hafa upp lög eru Harpa Þorvaldsdóttir í LaugarnesskólaBjörg Þórsdóttir í Ísaksskóla, Valgerður Jónsdóttir í Grundaskóla, Nanna Hlíf Ingvadóttir í Landakotsskóla.

 Hægt er að horfa á ýmis samsöngslög og upplagt er að hver og einn syngi með sínu nefi ásamt börnum, maka, ættingjum og/eða vinum. 

Samsöngur, öll lögin 17 og syngi nú hver með sínu nefi :)