Samráðsfundur í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum | Reykjavíkurborg

Samráðsfundur í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum

miðvikudagur, 31. október 2018

Stýrihópur kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar vinnur nú við að yfirfara og styrkja íbúasamráð hverfanna, sem hingað til hafa gengið undir nafninu hverfisráð. Fundurinn verður haldinn í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði 31, 108 Reykjavík 31. októberog hefst klukkan 19.30

  • Fundur um íbúasamráð í Háaleiti Bústöðum
    Fundur um íbúasamráð í Háaleiti Bústöðum

Í tengslum við vinnuna verða haldnir samráðsfundir með hagsmunaaðilum og íbúum í hverfum borgarinnar. Á fundinum verður kynnt stuttlega yfirstandandi vinna og formenn hverfisráða og íbúasamtaka fá tækifæri til að ávarpa fundinn. Opnað verður svo fyrir umræður um hvernig samráðinu skuli háttað og hlutverk ráðanna. Fundurinn hefst klukkan 19.30 og er áætlað að hann standi til 21.30.

 Fulltrúar í stýrihópi um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð Reykjavíkurborgar eru:
Dóra Björt Guðjónsdóttir 
Þorkell Heiðarsson 
Gunnlaugur Bragi Björnsson 
Örn Þórðarson
Daníel Örn Arnarsson

Fundurinn er öllum opin.  

Nánar um viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/350029702409437/

Stýrihópurinn styðst við eftirfarandi gögn sem vert er fyrir áhugasama að kynna sér fyrir fundinn:

Skýrsla um framtíðarsýn hverfisráða 2021 :

https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/framtidarsyn_hverfisrada_2021.pdf

Skýrsla Þjónustumiðstöðvar og hverfisráð: úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar 2016:

https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/uttekt_innri_endurskodunar_reykjavikurborgar_a_thjonustumidstodvum_og_hverfisradum_2016.pdf