Samráð við íbúa um Hagatorg | Reykjavíkurborg

Samráð við íbúa um Hagatorg

þriðjudagur, 6. mars 2018

Hverfisráð Vesturbæjar vill eiga samtal við íbúa hverfisins um hugmyndir að breytingum á Hagatorgi. Boðað hefur verið til íbúafundar í safnaðarheimili Neskirkju fimmtudaginn 8. mars kl. 20.

  • Skerpa á fókusinn á hugmyndir um Hagatorg á fundi með íbúum
    Skerpa á fókusinn á hugmyndir um Hagatorg á fundi með íbúum

Í hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt í fyrra voru settar inn fjórar hugmyndir á hverfidmitt.is um Hagatorg og betri nýtingu þess. Þessar hugmyndir voru sameinaðar í eina tillögu sem var kosin til framkvæmda í íbúakosningunni Hverfid mitt. Verkefnið felur í sér að bæta aðgengi að Hagatorgi. Verkefnið er umfangsmikið og var því áfangaskipt. Nú hefur 1. áfangi  verið kosinn og miðar hann að því að tengja torgið betur við nærumhverfið þannig að gestir og gangandi komist á torgið á auðveldan og öruggan hátt.  Í tillögunni var gert ráð fyrir upphækkuðum tengingum með grófu yfirborði til að draga úr umferðarhraða með öryggi gangandi vegfarenda í huga. Samtalið á fimmtudag miðar að útfærslum núna sem og framtíðarhugmyndum.

Tengdt efni: