Samningur velferðarsviðs og SÁÁ | Reykjavíkurborg

Samningur velferðarsviðs og SÁÁ

miðvikudagur, 23. maí 2018

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og SÁÁ hafa skrifað undir endurnýjaðan samstarfssamning til þriggja ára. Meðal verkefna sem skilgreind eru í samningnum eru m.a. átaksverkefnið Grettistak, sálfræðiviðtöl við börn, viðtöl og þjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldur á göngudeild SÁÁ og verkefni um fræðslu.

  • Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
    Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, skrifa undir samninginn.
  • Arnþór Jónsson og Regína Ásvaldsdóttir. Að baki þeim Ásgerður Björnsdóttir og Stefanía Sörheller.
    Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Að baki þeim Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs SÁÁ, og Stefanía Sörheller, verkefnastjóri og ráðgjafi á velferðarsviði.

Markmið samningsins lúta m.a. að því að SÁÁ veiti einstaklingum og fjölskyldum, sem verið er að veita sérstakan stuðning hjá velferðarsviði, sérhæfða þjónustu vegna áfengis- og vímuefnavanda. Einnig er stefnt að áframhaldandi þróun samstarfs í þjónustu og aukin og efld tengsl og samstarf milli fagfólks hjá báðum samningsaðilum. Sérstök áhersla verður lögð á þróun þjónustu við börn, barnafjölskyldur og ungt fólk.

Samningar um formlegt samstarf milli velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og SÁÁ hafa verið gerðir frá árinu 2008. Þeir hafa átt mikilvægan þátt í að efla samstarf milli fagaðila til að vinna með hóp fólks sem þarf aðstoð eða meðferð vegna vímuefnavanda.