Samkeppni um veggspjald Fjölmenningardagsins | Reykjavíkurborg

Samkeppni um veggspjald Fjölmenningardagsins

föstudagur, 21. febrúar 2014

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur, í samvinnu við fjölmenningarráð Reykjavíkur, efnir til hugmyndasamkeppni um veggspjald fyrir Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar 2014.

  • ""

Lýsing á verkefninu

Auglýst er eftir tillögum að veggspjaldi fyrir Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar 10. maí 2014 sem einnig verður notað á annað kynningarefni, ss. vef. Gera þarf ráð fyrir merki (logo) Reykjavíkurborgar á veggspjaldinu. Þátttakendur hafa frjálsar hendur um útfærslu en hugmyndin er að veggspjaldið kveiki hugrenningar um auðinn í  fjölmenningu og fjölbreytileika borgarsamfélagsins. Hlutverk Fjölmenningardags er að fagna fjölbreytileika samfélagsins og tengja fólk úr ólíkum áttum saman.

Fyrir hverja

Samkeppnin er öllum opin.

Verðlaun

Verðlaunahafi hlýtur verðlaun að upphæð kr. 100.000 kr.  Auk þess verður gerður samningur við vinningshafa um útfærslu hugmyndarinnar.

Umsóknarferli

Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi merktu Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar 2014 í Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík,  fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 24. mars 2014.  Tillögum skal skilað útprentuðum á A4 blaði í lit ( hámark 3 síður). Tillögur skulu einnig fylgja með á diski eða USB lykli með pdf skjölum. Tillögur er einnig hægt að senda rafrænt á netfangið mannrettindi@reykjavik.is. Tillögur skulu merktar fullu nafni höfundar, netfangi, heimilisfangi. Farið verður með allar tillögur sem trúnaðarmál.

Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt 31. mars 2014

Dómnefnd

• Margét Sverrrisdóttir formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur
• SJÓN  rithöfundur og fulltrúi í mannréttindaráð Reykjavíkur
• Bjarni Brynjólfsson upplýsingarstjóri Reykjavíkurborgar
• Juan Camilo Roman Estrada formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar

Keppnisritari

Ritari keppninnar er Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnisstjóri Fjölmenningardags Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnir óskast sendar á netfangið jvk@reykjavik.is.

Auglýsing á pólsku - Informacje o konkursie

Flyer in English -   Information about the contest in English.